Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

84. fundur 20. júní 2012 kl. 08:15 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Atvinnulífsýning í Skagafirði 2012

Málsnúmer 1109259Vakta málsnúmer

Áskell Heiðar og Sigfús lögðu fram lokaskýrslu um framkvæmd Atvinnulífssýningarinnar sem haldin var í lok apríl á Sauðárkróki.
Nefndin lýsir ánægju með framkvæmd sýningarinnar og með það hversu fjölsótt hún var og vel heppnuð sem viðburður. Sýnendur voru vel á annað hundrað í 70 básum, um 200 manns tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd málstofa og og talið er að gestir hafi verið á fjórða þúsund. Nefndin þakkar sýnendum og öðrum sem komu að framkvæmd sýningarinnar fyrir gott samstarf.

2.Beiðni um styrk

Málsnúmer 1202259Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skottu kvikmyndafélagi þar sem félagið óskar eftir stuðningi við rekstur á aðstöðu fyrir kvikmyndanám og aðra kvikmyndatengda starfsemi.
Nefndin fagnar þeim áföngum sem náðst hafa varðandi uppbyggingu kvikmyndanáms við FNV sem Skotta hefur haft forgöngu um ásamt FNV og sveitarfélaginu.
Nefndin leggur áherslu á að hún mun hér eftir sem hingað til veita aðstoð við uppbyggingu starfsemi sem tengist kvikmyndagerð í Skagafirði í formi vinnu starfsmanna og aðstoð við einstök verkefni, en nefndin sér sér ekki fært að veita beinan fjárstuðning til fyrirtækisins að svo stöddu. Sviðsstjóra falið að afla upplýsinga um stöðu starfsseminnar í ljósi samþykktar Menntamálaráðuneytis á kvikmyndanámi við FNV.

3.Rekstur tjaldstæðis á Nöfum

Málsnúmer 1206213Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að nýju fyrirkomulagi varðandi rekstur hátíðartjaldstæða á Nöfum. Í þeim felst að gerð verði tilraun með gjaldtöku á svæðinu með það fyrir augum að draga úr kostnaði sveitarfélagsins við rekstur svæðisins.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra að leita eftir samkomulagi við núverandi rekstraraðila tjaldstæða sveitarfélagsins. Málið verði unnið í samráði við íþróttahreyfinguna sem hefur nýtt svæðið við mótahald.

4.Styrktarsjóður EBÍ 2012

Málsnúmer 1205247Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Styrktarsjóði Brunabótafélags Íslands þar sem kallað er eftir umsóknum í framfaramál í sveitarfélaginu. Starfsmönnum Markaðs- og þróunarsviðs falið að vinna umsókn í sjóðinn fyrir lok ágúst.

Fundi slitið - kl. 10:00.