Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

04. júní 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 04.06. 2007

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 04.06.2007, kl. 9:00.

Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson (í síma) og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 


DAGSKRÁ:
1)      Úthlutun byggðakvóta
2)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Úthlutun byggðakvóta
Tekið var fyrir erindi frá Byggðaráði um úthlutun byggðakvóta í Skagafirði.  Áður á dagskrá þann 31.05. sl.
Samþykkt var eftirfarandi tillaga til sjávarútvegsráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta:
 
Tillaga til sjávarútvegsráðuneytis um úthlutun byggðakvóta 2006/2007
Sveitarfélagið Skagafjörður
Með tilvísan í lög nr. 21/2007 um stjórn fiskveiða, reglugerðar nr. 440/2007 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og reglugerðar nr. 439/2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Skagafirði leggur Sveitarstjórn Skagafjarðar til að eftirfarandi úthlutunarreglur gildi við úthlutun byggðakvóta í Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2006-2007 í samræmi við bréf Sjávarútvegsráðuneytisins dags. 21. maí 2007 um sama efni.
 
  1. Að allur úthlutaður byggðakvóti til byggðarlaga í Sveitarfélaginu Skagafirði  sbr. bréf ráðuneytis sjávarútvegsmála dags. 21.5. 2007, samtals 222 tonn, í þorskígildum talið,  verði bundinn skilyrðum um löndun og samkomulag við fiskvinnslustöð staðsettri  og með lögheimili í byggðalaginu Hofsósi.
  2. Að skipting úthlutaðra aflaheimilda í Sveitarfélaginu Skagafirði, samtals 132 þorskígildistonn verði bundin þeim skilyrðum að hann falli í hlut fiskiskipa sem uppfylla ákvæði 1.gr. reglugerðar nr. 439/2007 um skrásetningu og eignarhald í byggðalaginu Hofsósi.
  3. Að skipting úthlutaðra aflaheimilda milli einstakra byggðarlaga í Sveitarfélaginu Skagafirði, samtals 90 þorskígildstonn, verði bundin þeim skilyrðum að hann falli í hlut fiskiskipa sem uppfylla ákvæði 1.gr. reglugerðar nr. 439/2007 um skrásetningu og eignarhald í Sveitarfélaginu Skagafjörður.
  4. Að úthlutun aflaheimilda samkvæmt 4. gr. reglugerðar 439/2007 verði með þeirri breytingu að í stað hlutfallslegar skiptingar aflaheimilda milli fiskiskipa á grundvelli aflahlutdeildar þeirra í upphafi fiskveiðiársins 2006/2007 komi hlutfallsleg skipting úthlutaðra aflaheimilda milli fiskiskipa miðað við landaðann afla viðkomandi fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2005/2006.   Einnig skal úthlutun heildaraflamarks einstakra fiskiskipa ekki aukast meir en 100#PR í þorskígildum talið miðað við landaðan afla á fiskveiðiárinu 2006/2007.  Um önnur frávik vísast  til 4. gr. reglugerðarinnar.
  5. Jafnframt leggur sveitarstjórn til við Sjávarútvegsráðuneyti að nýtt verði heimildarákvæði til úthlutun byggðakvóta til þriggja ára.
  6. Að öðru leyti vísast til laga nr. 21/2007 og reglugerða nr. 439/2007 og nr. 440/2007.
 
 
Rökstuðningur:
Almennt er hægt að fullyrða að bæði útgerð og vinnsla í Sveitarfélaginu Skagafjörður standi nokkuð vel og hafi náð að þróast síðusta áratugi á jákvæðan hátt.  Það er hinsvegar mikil misskipting á þessu innan sveitarfélagsins.  Þannig hefur útgerð og vinnsla á Sauðárkróki eflst  á síðustu áratugum á meðan henni hefur hnignað verulega á Hofsós.  Tvær öflugar vinnslustöðvar eru reknar á Sauðárkróki  auk öflugra fiskiskipa.   Á Hofsósi eru nú einungis gerðir út sex smærri bátar og fiskvinnsla þar hefur átt í verulegum erfiðleikum.  Þess vegna hefur Sveitarstjórn Skagafjarðar ítrekað beint öllum byggðakvóta sem til sveitarfélagsins hefur komið á síðustu árum á Hofsós til stuðnings því byggðarlagi.  Útgerð og vinnsla á Hofsósi á verulega undir högg að sækja og það hefur sýnt sig að ráðstöfun byggðakvótans síðastliðin ár hefur verið jákvæður stuðningur við það byggðalag.  Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar þar í eflingu útgerðar og vinnslu sem ekki hafa gengið sem skyldi.  Á síðasta ári var m.a. settur á fót fiskmarkaður á Hofsósi og hafði hann jákvæð áhrif á umsvif sjávarútvegs á staðnum.
 
Um 1. gr. tillögunar vísast í rökstuningi til þess sem sagt er hér að ofan um þörf á sérstökum stuðningi við rekstur og uppbyggingu á fiskvinnslu á Hofsósi.
 
Um 2. gr. tillögunnar vísast í rökstuðningi til þess sem hér er sagt að ofan um þörf á stuðningi við útgerð á Hofsósi.  Sveitarstjórn Skagafjarðar telur mikilvægt að halda innan útgerðar á Hofsósi a.m.k. svipuðum hlut í þorskígildum talið og hefur komið í hlut þess byggðarlags af byggðakvóta undanfarin ár.  Þess vegna vill sveitarstjórnin að 130 tonnum af úthlutuðu magni verði eyrnamerkt útgerð í Hofsós og telur með vísan í þróun síðustu ára og áratuga að þannig komi byggðakvótinn að sem bestum notum innan sveitarfélagsins.
 
Um 3. gr. tillögunnar vísast í rökstuðningi til þess að ákveðinn hluti hins reiknaða byggðarkvóta er eyrnamerktur byggðarlaginu Sauðárkrókur og því nauðsynlegt að ákveðinn hluti hans komi til stuðnings við alla báta í Skagafirði.  Einnig eru gerðir út bátar frá Haganesvík í Fljótum sem Sveitarstjórn Skagafjarðar vill ekki undanskilja möguleika á stuðningi við, þó útreikningur byggðakótans sé byggður að hluta á skerðingum á afla á útgerð frá Sauðárkróki eingöngu.
 
Um 4 gr. tilögunnar vísast í rökstuðningi til þess að hluti þeirra báta sem gerðir eru út í byggðarlaginu byggir sinn rekstur á að leigja aflaheimildir en ekki á eigin kvótastöðu.  Því teljum við mikilvægt að taka tillit til eiginlegra veiða umræddra báta á síðasta kvótaári frekar en beinni kvótastöðu einstakra báta við úthlutun á byggðakótanum.  Með þeirri reglu er þá verið að koma til móts við þá einstaklinga sem eru í virkri útgerð með ráðstöfun byggðakótans.
 
Um 5. gr. tillögunnar, sveitarstjórn telur mikilvægt að aðilar í vinnslu og veiðum fái svigrúm til að gera áætlanir til lengri tíma en eins árs og því sé mikilvægt að kvótanum sé úthlutað til lengri tíma en eins árs.
 
2)      Önnur mál
Voru engin
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00