Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

16. janúar 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 16.01. 2007

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, miðvikudaginn 16.01.2007, kl. 13:00.

Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 


DAGSKRÁ:

1)      Samstarf við ORF líftækni hf.
2)      SSNV – atvinnuþróun
3)      Stefnumótun í ferðaþjónustu – kynning
4)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Samstarf við ORF líftækni hf.
Rætt um mögulegt samstarf við ORF líftækni hf. um gerð markaðskönnunar og viðskiptaáætlunar fyrir framleiðslu í útiræktun og hreinsun á sérvirkum próteinum í Skagafirði.
Nefndin samþykkir að ganga til viðræðna við fulltrúa ORF líftækni hf. um gerð samstarfssamnings milli fyrirtækisins og sveitarfélagsins.  Sviðsstjóra og formanni falið að vinna áfram að málinu.
Nefndin samþykkir jafnframt að óska eftir því við Hátæknisetur Íslands að það leggi vinnuframlag í verkefnið.  Áætlað er að verkefnið muni taka 3-5 mánuði.
Jafnframt ákveður nefndin að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Félags kornbænda í Skagafirði.
 
2)      SSNV – atvinnuþróun
Rætt um atvinnuþróunarstarf á Norðurlandi vestra, Vaxtarsamning fyrir Norðurland vestra og samstarf við atvinnulíf í Skagafirði.
 
3)      Stefnumótun í ferðaþjónustu – kynning
Sviðsstjóra falið að leita leiða tilboða í prentun og ganga frá skýrslunni til prentunar.
 
4)      Önnur mál
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30