Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

31. október 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 31.10. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 31.10.2006, kl. 13:00.

 
Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

DAGSKRÁ:

1)      Fjárhagsáætlun 2007
2)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
3)      Atvinnuþróunarstarf
4)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Fjárhagsáætlun 2007
Sviðsstjóri lagði fram stöðu fjármála á árinu 2006 og fyrstu hugmyndir varðandi árið 2007.
 
2)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
Rætt var um málefni Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.
Nefndin samþykkir að óska eftir því að stjórn SSNV taki afstöðu til hugmynda sem lagðar voru fyrir hana á síðasta hennar um aðkomu að rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. 
Jafnframt leggur nefndin til við stjórn SSNV að hún leiði samningaviðræður við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi á þeim nótum að samtökin verði aðili að Markaðsskrifstofunni fyrir hönd allra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
 
3)      Atvinnuþróunarstarf
Rætt um hugmyndir um samstarf við Skagafjarðarhraðlestina sem ræddar hafa verið við fulltrúa þeirra.
 
4)      Önnur mál
 
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00