Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

10. október 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 10.10. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 10.10.2006, kl. 13:00.
 
Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 
Jón Eðvald Friðriksson og Skúli Skúlason sátu fundinn undir lið 1.
Þorsteinn Broddason sat fundinn undir lið 2.

DAGSKRÁ:

1)      Vísindagarðar á Sauðárkróki
2)      Koltrefjaráðstefna í Búdapest
3)      Atvinnuþróunarstarf
4)      Jafnréttisáætlun
5)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Vísindagarðar á Sauðárkróki
Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood og Skúli Skúlason rektor Hólaskóla komu til fundarins og kynntu þá vinnu sem Hólaskóli og FISK Seafood hafa þegar ráðist í varðandi uppbyggingu þróunarstarfs í Verinu við Sauðárkrókshöfn og þær hugmyndir sem fyrirtækið og skólinn hafa varðandi frekari uppbyggingu.
Atvinnu- og ferðamálanefnd lýsir yfir ánægju með framkomnar hugmyndir.
Atvinnu- og ferðamálanefnd vísar því til skipulags- og byggingarnefndar að hún hraði gerð nýs deiliskipulags á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki.
Ennfremur er sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu með hlutaðeigandi.
 
2)      Koltrefjaráðstefna í Búdapest
Þorsteinn Broddason forstöðumaður Hátækniseturs kom til fundar og sagði frá ferð sinni á ráðstefnu um koltrefjaframleiðslu sem fram fór í Búdapest í síðustu viku.
 
3)      Atvinnuþróunarstarf
Rætt var um erindi frá Skagafjarðarhraðlestinni, sem rætt var um á síðasta fundi.  Sviðsstjóra og formanni nefndarinnar falið að ganga til viðræðna við Skagafjarðarhraðlestina og leggja fram tillögur um samstarf þessara aðila á næsta fundi nefndarinnar.
 
4)      Jafnréttisáætlun
Atvinnumálanefnd gerir ekki athugasemdir við jafnréttisáætlunina en bendir á mikilvægi þess að skoðaðar verði breytingar á orðalagi og tímaramma.
 
5)      Önnur mál
Lögð var fram til kynningar samantekt um aðdraganda og starfsemi Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi
 
 Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00