Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

19. september 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 19.09. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur haldinn í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 19.09.2006, kl. 13:00.

DAGSKRÁ:

1)      Stefnumótun í ferðaþjónustu
2)      Atvinnumál – erindi frá Skagafjarðarhraðlestinni
3)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Stefnumótun í ferðaþjónustu
Sviðsstjóri fór í gegnum hugmyndir að verkefnum sveitarfélagsins í ferðamálum sem sett eru fram í Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2006-2010.
Eftirfarandi var ákveðið:
a)      Reiðleiðir
rætt um mikilvægi reiðleiða í héraðinu fyrir hestatengda ferðaþjónustu.  Samþykkt að bjóða skipulagsfulltrúa á næsta fund og kanna stöðu mála varðandi reiðleiðir á aðalskipulagi.
 
b)      Útgáfa kynningarefnis
Sviðsstjóra falið að leggja fyrir nefndina hugmyndir að nýju kynningarefni bæði á netinu og í bæklingaformi, þar með talið þemabæklinga um afþreyingu í Skagafirði.
 
c)      Fuglaskoðun
Ákveðið að bjóða forstöðumanni Náttúrustofu Norðurlands vestra á fund og ræða við hann um starf stofunnar fyrir fuglaáhugafólk.
 
d)      Merkingar
Rætt um merkingar sögustaða og almennt um merkingar við vegi í Skagafirði.  Ákveðið að óska eftir fundi með fulltrúa Vegagerðarinnar á komandi vikum.
 
 
2)      Atvinnumál – erindi frá Skagafjarðarhraðlestinni
Rætt var um erindi frá Skagafjarðarhraðlestinni dagsett 18.09. sl. þar sem hún mælist til þess að nefndin stuðli að ráðningu verkefnisstjóra í samvinnu við atvinnulífið í Skagafirði sem hefði það verkefni að stýra atvinnuþróun og halda utan um verkefni því tengd.
 
 
3)      Önnur mál
Rætt um mögulega uppbyggingu líftækniiðnaðar í Skagafirði með áherslu á próteinframleiðslu.
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00
 
Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.