Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

22. nóvember 2005
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 22.11. 2005
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
föstudaginn 22.11.2005, kl. 13:00.
 
DAGSKRÁ:
  1. Verstöðin Hofsós
  2. Stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Skagafjörð
  3. Rannsóknir og kynningarefni vegna iðnaðarlóða við Sauðárkrók
  4. Þjónustukönnun fyrir sveitarfélagið
  5. Hátæknisetur
  6. Verkefnastaða
  7. Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1.      Verstöðin Hofsós
Fundað var með Samgöngunefnd.  Fundinn sat einnig sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.
Rætt var um hafnarmál og áframhaldandi möguleika á eflingu verstöðvarinnar í Hofsósi.  Samgöngunefnd hefur þegar staðið fyrir umtalsverðum framkvæmdum við höfnina í Hofsósi í framhaldi umræðu og tillögum sem Atvinnu- og ferðamálanefnd setti af stað á fyrri hluta árs.  Einnig var rætt um ýmis mál s.s. hafnaraðstöðu í Haganesvík, skemmtiferðaskip, snjómokstur, reiðleiðir, lendingaraðstöðu í Drangey, markaðssetningu hafna og fleira þessu tengt.
Atvinnu- og ferðamálanefnd lýsir ánægju með jákvæð viðbrögð Samgöngunefndar varðandi þessi mál og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi við nefndina.
 
2.      Stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Skagafjörð
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir verkefnisstjóri kom til fundar og fór yfir stöðu mála varðandi
 
3.      Rannsóknir og kynningarefni vegna iðnaðarlóða við Sauðárkrók.
Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingafulltrúi kom til fundar.  Ákveðið að kynningarefni um iðnaðarlóðir við Sauðárkróki liggi fyrir þann 10. desember n.k.  Sviðsstjóri og skipulags- og byggingafulltrúi vinna áfram að málinu.
 
4.      Þjónustukönnun fyrir sveitarfélagið.
Sviðsstjóri kynnti lokadrög að spurningalista þjónustukönnunar fyrir sveitarfélagið.
 
5.      Hátæknisetur.
Rætt um næstu skref varðandi uppbyggingu Hátækniseturs á Sauðárkróki.  Sviðsstjóri vinnur áfram að málinu.  Stefnt er að fundi með fulltrúum iðnaðarráðaneytis á næstu dögum þar sem hugmyndir um samstarf vegna Hátækniseturs verða kynntar og ræddar.
  
  6.      Verkefnastaða.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir verkefnastöðu hjá nefndinni og Markaðs og þróunarsviði og áætlunum um framgang og verklok einstakra verkefna.
 
7.      Önnur mál.
a) Jón Garðarsson ræddi um hitaveitu út að austan og atvinnumál því tengd.
    Nefndin samþykkti tillögu formanns um að óska eftir fundi með stjórn Skagafjarðarveitna.
 
b) Jón gerði hestatengda ferðaþjónustu að umræðuefni og ræddi um Sögusetur íslenska hestsins.  Samþykkt að óska eftir fundi með stjórn Sögusetursins.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.  Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson og Hallgrímur Ingólfsson sátu fundinn undir lið 1.  Jón Örn Berndsen sat fundinn undir lið 3.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.