Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

16. júní 2005
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 16.06.2005
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 16.06.2005, kl. 13:00.


 
Dagskrá:
1)         Samstarfsverkefni um miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði.
2)         Tilraun með nýungar í bleikjueldi
3)         Framfaramál í Fljótum
4)         Kortagerð af norðanverðum Tröllaskaga
5)         Hátæknisetur á Sauðárkróki
6)         Önnur mál

 
Afgreiðslur:
 
1.      Samstarfsverkefni um miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði.
Ragnheiður Traustadóttir og Guðný Zoega komu til fundar og ræddu um stöðu mála varðandi uppbyggingu vefsjár fyrir fornleifar, sögustaði og ferðaþjónustu í Skagafirði.  Áætlað er að verkefnið fari af stað í næsta mánuði.  Nefndinni líst vel á þær hugmyndir sem fyrir liggja og mun fylgjast áfram með málinu.
Ragnheiður og Guðný viku af fundi.
 
2.      Tilraun með nýungar í bleikjueldi
Ólafur Ögmundarson kom til fundar og kynnti hugmyndir sínar um lífrænt bleikjueldi sem áður voru á dagskrá nefndarinnar 13. maí sl. Nefndin tekur vel í hugmyndir Ólafs og ákveður að styrkja verkefnið um kr. 250.000.
Ólafur vék af fundi.
 
3.      Framfaramál í Fljótum
Umfjöllun frestað.
 
4.      Kortagerð af norðanverðum Tröllaskaga
Lagt fram erindi frá Kjartani Bollasyni þar sem sótt er um kr. 200.000 til áfram­haldandi kortagerðar á Tröllaskaga í samstarfi við önnur sveitarfélög á svæðinu.  Nefndin samþykkir erindið.
 
5.      Hátæknisetur á Sauðárkróki
Skýrsla Sveins Ólafssonar um Hátæknisetur á Sauðárkróki lögð fram til kynningar.
 
6.      Önnur mál  -  Voru engin
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, María Sævarsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem ritaði fundargerð.  Fundargerð lesin upp og samþykkt