Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

32004. fundur 17. mars 2004
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 17.03.2004
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, miðvikudaginn 17.03. 2004, kl. 16:00.
 
DAGSKRÁ:
1)      Samantekt um sjóði og styrki til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar
2)   Kynning fyrir þjónustuaðila á íþróttaviðburðum, ráðstefnum og öðrum mannamótum í Skagafirði sumarið 2004
3)      Tölur um íbúaþróun í Skagafirði
4)      Starfshópur um sérhæfða aðstöðu fyrir rannsókna og ráðgjafastofnanir í Skagafirði
5)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð. Drög að rekstraráætlun fyrir árin 2004 og 2005.
6)      Margfeldisáhrif ferðaþjónustu í Skagafirði. Fljótasiglingar – skýrsla Hagfræðistofnunar
7)      Rannsóknir í ferðaþjónustu í Skagafirði sumarið 2004
8)      Erindi frá sveitarstjórn varðandi Sjávarleður.
9)      Samstarf við Vinnumiðlun á Blönduósi um átaksverkefni í Skagafirði.
10)  Samningur við FNV um samstarf vegna starfsþjálfunar iðnnema.
11)  Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Samantekt um sjóði og styrki til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar
Þorsteinn Broddason kynnti samantekt um sjóði og styrkveitingar.
 
2)    Kynning fyrir þjónustuaðila á íþróttaviðburðum, ráðstefnum og öðrum mannamótum í Skagafirði sumarið 2004
Þorsteinn Broddason kynnti samantekt um viðburði sem framundan eru í sumar.  Ræddar voru leiðir til að kynna þessa viðburði betur fyrir þjónustuaðilum.
 
3)      Tölur um íbúaþróun í Skagafirði
Þorsteinn Broddason lagði fram til kynningar samantekt um íbúaþróun í Skagafirði á síðustu árum.
 
4)      Starfshópur um sérhæfða aðstöðu fyrir rannsókna og ráðgjafastofnanir í Skagafirði

Tillaga:

Myndaður verði fimm manna starfshópur sem skilgreini almenna og sérhæfða húsnæðisþörf hinna ýmsu rannsókna og ráðgjafastofnana sem nú þegar starfa eða hafa hug á að starfa í Skagafirði.  Jafnframt geri hópurinn tillögur um, hvernig og hvar þeirri aðstöðu verði best fyrir komið. Hópurinn starfi með atvinnu- og ferðamálanefnd. Markmiðið er að kanna hvernig best megi  koma til móts við þær þarfir sem nú þegar eru fyrir hendi og einnig til að mæta framtíðarþörf og þróun á þessum vettvangi í héraðinu. Starfstími hópsins verði fimm vikur og að þeim tíma liðnum skili hann af sér greinargerð og tillögum.
 
Greinargerð:
Skagafjörður hefur mikla möguleika á að sækja fram í fjölbreyttum rannsókna og ráðgjafarverkefnum. Hólaskóli hefur verið brautryðjandi á þeim vettvangi sem lýtur að sérhæfðum verkefnasviðum hans. Þrátt fyrir það er einnig mikilvægt að líta til þarfa annarra rannsókna og ráðgjafastofnana í héraðinu og  hvernig megi styrkja þær í sessi, efla þær og gera þeim kleyft að taka að sér aukin verkefni. Einnig þarf að kanna hvaða aðrar slíkar stofnanir gætu byggt upp starfsemi sína í héraðinu ef fýsilegar aðstæður væru fyrir hendi. Benda má á í þessu sambandi að á síðustu misserum hafa verið byggð fjölþætt rannsóknahús bæði á Hvanneyri og á Akureyri  sem hýsa starfsemi hinna ýmsu stofnana  til mikil styrks fyrir allt mennta og rannsóknastarf í viðkomandi héruðum.
Þennan valkost þarf einnig að skoða fyrir Skagafjörð. Starfshópurinn geri úttekt á þessari þörf og þróunarmöguleikum, leggi fram tillögur um starfsaðstöðu og  fari yfir leiðir til að hrinda þeim tillögum í framkvæmd. 
 
Tillaga um skipan starfshóps:
Guðmundur Guðmundsson form.
Bjarni Maronsson
Gísli Árnason
Gunnar Bragi Sveinsson
Jón Örn Berndsen starfsm. hópsins
 
Nefndin samþykkir að kostnaður vegna þessarar vinnu getið numið allt að kr. 200.000.
 
5)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð. Drög að rekstraráætlun fyrir árin 2004 og 2005.
Áskell Heiðar kynnti drög að rekstraráætlun fyrir Upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð fyrir árin 2004 og 2005.
Á fundinn kom Pétur Rafnsson formaður Ferðamálasamtaka Íslands og kynnti stöðu mála varðandi samning ríkisins og Sveitarfélagsins um rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.
 
Pétur Rafnsson vék af fundi.
 
6)      Margfeldisáhrif ferðaþjónustu í Skagafirði. Fljótasiglingar – skýrsla Hagfræðistofnunar
Í skýrslu Hagfræðistofnunar um margfeldisáhrif siglinga á Jökulsánum í Skagafirði á atvinnulíf í Skagafirði og þjóðarhag, kemur m.a fram að ýmsar greinar þjónustu styrkja hverja aðra og valda margfeldisáhrifum sem gjarnan eru vanmetin, sérstaklega í ferðaþjónustu. Við gerð skýrslunnar var beitt nýjum hagfræðilegum aðferðum sem ekki hafa verið notaðar áður á Íslandi við útreikninga á margfeldisáhrifum ferðaþjónustu. Það er mat skýrsluhöfundar að áætla megi að 16-17 ársverk í Skagafirði tengist beint eða óbeint siglingunum, en þær tölur ber þó að túlka með varúð vegna skorts á frekari upplýsingum.
 
7)      Rannsóknir í ferðaþjónustu í Skagafirði sumarið 2004
Rætt um nauðsyn þess að afla frekari gagna um hegðun ferðamanna í Skagafirði og notkun þeirra á því sem svæðið býður upp á.
 
8)      Erindi frá sveitarstjórn varðandi hlutafé í fyrirtækinu Sjávarleður.
Breytingartillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni frá sveitarstjórnarfundi 19. febrúar 2004 við 6. lið fundargerðar byggðaráðs frá 17. febrúar 2004, að í stað þeirrar afgreiðslu ráðsins að hlutafé í fyrirtækið Sjávarleður hf “greiðist af fjárheimild málaflokks 27” komi: “Upphæðin greiðist af liðnum atvinnumál.”
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd tekur undir afgreiðslu byggðaráðs frá 17. febrúar 2004 um að hlutafé í fyrirtækið Sjávarleður hf. greiðist af fjárheimild málaflokks 27. 
Jón Garðarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
 
9)      Samstarf við Vinnumiðlun á Blönduósi um átaksverkefni í Skagafirði.
Áskell Heiðar kynnti stöðu mála varðandi atvinnuleysi og viðræður sem farið hafa fram við forsvarsmenn Svæðisvinnumiðlunar á Norðurlandi vestra.  Honum falið að vinna að því að koma af stað átaksverkefnum hið fyrsta í samvinnu við Svæðisvinnumiðlun.
 
10)  Samningur við FNV um samstarf vegna starfsþjálfunar iðnnema.
Áskell Heiðar lagði fram drög að samningi milli fyrirtækis, nema, FNV og Sveitarfélagsins vegna starfsþjálfunar iðnnema.
Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
 
11)  Önnur mál.
Formaður greindi frá heimsókn sinni á vel heppnaða ráðstefnu um atvinnumál í Húnaþingi vestra um síðastliðna helgi.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.
Fundinn sátu Viðar Einarsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.