Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

22004. fundur 02. mars 2004
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 02.03.2004
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 02.03. 2004, kl. 16:00.
 
DAGSKRÁ:
1)      Iðnnemasamningar FNV.
2)      Heilsársupplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Skagafirði.
3)      Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi.
4)      Önnur mál.
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Iðnnemasamningar FNV
Áskell Heiðar og Þorsteinn kynntu stöðu málsins en boðaður er fundur með forsvarsmönnum iðnfyrirtækja á mánudag þar sem verkefnið verður kynnt fyrir þeim.  Áskeli Heiðari falið að vinna að samningi við FNV um málið og leggja hann fyrir næsta fund.
 
2)      Heilsársupplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Skagafirði.
Sviðsstjóri lagði fram drög að samningi milli Ferðamálaráðs og Sveitarfélagsins um rekstur landshlutamiðstöðvar í Skagafirði.  Sviðsstjóra falið að skrifa Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra, Atvinnuþróunarfélagi Norðurlands vestra og Hestamiðstöð Íslands og óska eftir því að þessir aðilar taki þátt í rekstri stöðvarinnar.
 
3)      Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar Stefnu og verkefnaáætlun MFN fyrir 2004. 
 
4)      Önnur mál
Voru engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.
Fundinn sátu Viðar Einarsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.