Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

132003. fundur 14. desember 2003
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 14.12.2003.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, sunnudaginn 14.12. 2003, kl. 15:00.
 
DAGSKRÁ:
1)      Samstarf við FNV um aðstoð við iðnnema á árinu 2004.
2)      Auglýsing um leigu á Steinsstöðum
3)      Málefni upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.
4)      Fjárhagsáætlun 2004
5)      Önnur mál.
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Samstarf við FNV um aðstoð við iðnnema á árinu 2004.
Sviðsstjóri leggur fram drög að viljayfirlýsingu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í framhaldi af samþykkt Atvinnu- og ferðamálanefndar frá 14. mars sl.
Samþykkt að fela sviðsstjóra að ganga frá yfirlýsingunni fyrir áramót og óska eftir viðræðum við FNV um útfærslu á verkefninu.
 
2)      Auglýsing um leigu á Steinsstöðum
Sviðsstjóri leggur fram til kynningar minnisblað um aðkomu Ríkiskaupa að auglýsingu á Steinsstaðaskóla og tengdum húseignum til leigu.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu fyrir næsta fund.
Jón Garðarsson óskar að bókað sé að hann þakki sviðsstjóra fyrir vel unnið minnisblað.
 
3)      Málefni upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.
Sviðsstjóri leggur fram til kynningar samning milli Ferðamálaráðs, Hveragerðisbæjar, Ferðamálasamtaka Suðurlands og Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands um rekstur upplýsingamiðstöðvar Suðurlands í Hveragerði.
Rætt var um framtíðaruppbyggingu upplýsingarmiðstöðvarinnar í Varmahlíð og ákveðið að leita leiða á nýju ári til að upplýsingamiðstöðin verði skilgreind sem landshlutamiðstöð með heilsársrekstur og gerður verði samningur við Ferðamálaráð um það.
 
4)      Fjárhagsáætlun 2004
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 og þann ramma sem byggðaráð leggur fyrir nefndina.  Nefndin gerði nýja áætlun sem lögð verður fyrir byggðaráð fyrir aðra umræðu fjárhagsáætlunar.
 
5)      Önnur mál.
Rætt um átak til atvinnusköpunar og nefndarmenn sammála um mikilvægi þess að á næstu mánuðum verði settur kraftur í slíka vinnu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10.
Fundinn sátu Viðar Einarsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.  Fundargerð lesin upp og samþykkt.