Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

80. fundur 16. febrúar 2012 kl. 14:30 - 15:33 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Pálmi Sigurður Sighvats varam.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.JEC Composities sýning í París 27.-29. mars.

Málsnúmer 1202152Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram minnisblað um þá vinnu sem verið hefur í gangi varðandi koltrefjaiðnað.

Nefndin samþykkir að senda fulltrúa til þátttöku í sýningunni JEC Composities sem fram fer í París í næsta mánuði, að því gefnu að UB Koltrefjar taki þátt í kostnaði við verkefnið. Sviðsstjóra falið að ræða við stjórn UB Koltrefja og ganga frá málinu. Kostnaður við verkefnið færist af lið 13090.

2.Atvinnulífsýning í Skagafirði 2012

Málsnúmer 1109259Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti næstu skref varðandi skipulag atvinnulífssýningar, Skagafjörður, lífsins gæði og gleði 2012, sem haldin verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 28. - 29. apríl nk. Einnig voru rædd drög að kostnaðaráætlun fyrir sýninguna. Haldinn verður kynningarfundur um skipulag sýningarinnar n.k. mánudag.

Fundi slitið - kl. 15:33.