Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

57. fundur 22. janúar 2001
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  57 – 22.01.2001

Mánudaginn 22. janúar árið 2001 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Sveinn Árnason og Stefán Guðmundsson.
DAGSKRÁ:
      1.      Fjárhagsáætlun
2.      Ferðamálafulltrúi
3.      Hestamiðstöð Íslands
4.      Bréf Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra
5.      Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:
  1. Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastj. Hrings og Þorsteinn Broddason framkvæmdastj. Hestamiðstöðvar Íslands mættu á fundinn. Formaður fór yfir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hvað varðar atvinnu- og ferðamál.

  2. Rætt um starf ferðamála- og markaðsfulltrúa, samþykkt að leita samstarfs við Atvinnuþróunarfélagið Hring um rekstrarsamning. Formanni og varaformanni falið að taka upp viðræður við Hring.

  3. Þorsteinn Broddason fór yfir hugmyndir varðandi skipulag á ferðaþjónustu í Skagafirði. Miklar umræður urðu um málið.

  4. Borist hefur bréf frá ferðamálasamtökum Norðurlands eystra varðandi fund miðvikudaginn 24. janúar n.k.  Samþykkt að Brynjar Pálsson sæki fundinn.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Einar Gíslason, ritari