Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

42. fundur 16. febrúar 2000
 Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 42 – 16.02.2000

Miðvikudaginn 16. febrúar árið 2000 var fundur haldinn í atvinnu- og ferðamálanefnd á skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson og Sveinn Árnason.

DAGSKRÁ:
    1. Bréf: Skráning og flokkun menningararfs á Norðurlandi vestra til nýsköpunar í ferðaþjónustu.
    2. Fiskirækt í Skagafirði – Bjarni Jónsson, Hólum.
    3. Fulltrúar Skógræktarfélags Skagfirðinga.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lögð fram skýrsla um skráningu menningarverðmæta á Norðurlandi vestra. Skýrslan er hluti af verkefninu GUIDE 2000 og er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur, Pétri Jónssyni og Sólborgu Unu Pálsdóttur.
  2. Á fundinn kom Bjarni Jónsson deildarstjóri Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar á Hólum. Rætt um auknar nytjar af lax- og silungsveiði í ám og vötnum í Skagafirði með það markmið að auka tekjur af veiði. Bjarni fór yfir vötn og ár sem nytjuð eru í Skagafirði í dag. Miklar umræður urðu um málið. Ákveðið að stefna að fundi, þar sem betri tími gæfist til að fara betur yfir þetta mál. Rætt var um hvernig megi efla deildina á Hólum.
  3. Á fundin komu Ragneiður Guðmundsdóttir og Sigurjón Gestsson stjórnarmenn í Skógræktarfélagi Skagfirðinga. Rætt um framtíð Skógræktarstöðvarinnar í Varmahlíð. Með tilkomu Norðurlandsskóga er ljóst að um verulega aukna þörf á starfsemi tengdri skógrækt er um að ræða. Fulltrúum skógræktarfélagsins var gerð grein fyrir því að Atvinnu- og ferðanmálanefnd er tilbúin að koma að málinu í samvinnu við skógræktarfélagið. Ákveðið að taka upp viðræður við Skógrækt Ríkisins um framtíð Skógræktarstöðvarinnar í Varmahlíð.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Brynjar Pálsson
Stefán Guðmundsson
Sveinn Árnason
Einar Gíslason