Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

22. fundur 24. apríl 2024 kl. 15:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigurður Hauksson formaður
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir áheyrnarftr.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Kjör formanns atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar

Málsnúmer 2404204Vakta málsnúmer

Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og staðgengill sveitarstjóra setti fundinn og bar upp tillögu þess efnis að Sigurður Hauksson, fulltrúi D-lista, verði formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með þremur atkvæðum.
Margeir Friðriksson vék af fundi að þessum dagskrálið loknum.

2.80 ára afmæli lýðveldisins

Málsnúmer 2403008Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tölvupóstur frá Margréti Hallgrímsdóttur, formanni afmælisnefndar 80 ára afmælis lýðveldisins, þar sem óskað var eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskránna á 17. júní með miðlun og hvatningu um þátttöku. Á vegum afmælisnefndar verður gefin út bókin "Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær" með úrvali þjóðhátíðarljóða og greinum um fjallkonuna ásamt því að samið var lag fyrir kóra er nefnist "Sungið með landinu".
Nefndin samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela starfsmönnum að vera afmælisnefnd innan handar og taka þátt í dagskránni eftir þörfum.

3.Gjaldskrá 2025 - Byggðasafn Skagfirðinga

Málsnúmer 2404102Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.04.2024 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2025. Erindinu vísað til byggðarráðs.

4.Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024

Málsnúmer 2404096Vakta málsnúmer

Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2024 verða Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í níunda sinn. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd samþykkir einum rómi að hjónin Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024. Í rökstuðningi með tilnefningunni segir meðal annars: Þau hjónin eru einstakar fyrirmyndir í samfélaginu okkar. Þau styðja dyggilega við íþróttastarfið í Skagafirði og eru ávallt fyrst til að bjóða fram hjálp þegar einhver þarf á að halda og hafa þau marg oft staðið fyrir söfnunum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í neyð. Með dugnaði, frumkvæði, hjálpsemi, samhyggð og góðu hjartalagi stuðla þau einnig að samheldni í samfélaginu okkar. Þau eru ein af ástæðum þess að það er gott að búa í Skagafirði og við getum verið stolt af því að tilheyra svo frábæru samfélagi því þau hvetja okkur hin til þess að verða betri einstaklingar.

Það er því vel við hæfi að hjónin Árni Björn og Ragnheiður Ásta hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og er þeim þakkað opinberlega fyrir þeirra óeigingjarna framlag til samfélagsins í Skagafirði.

Fundi slitið - kl. 16:00.