Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

85. fundur 22. mars 2021 kl. 16:00 - 17:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Heba Guðmundsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Breytingar á rekstri kaffistofu í Áshúsi í Glaumbæ

Málsnúmer 2103171Vakta málsnúmer

Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, fór yfir tillögu að breytingu á rekstri kaffistofu í Áshúsi í Glaumbæ, en rekstraraðili hefur sagt upp samningi um starfsemi í Áshúsi. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna heimsfaraldurs og hversu stutt er í sumarið telur nefndin skynsamlegast að Byggðasafnið taki við rekstri kaffistofunnar. Þjónustan sem veitt er í Áshúsi er mjög mikilvægur hluti af upplifun safngesta af safnasvæðinu. Ákvörðun þessi verður endurmetin á haustmánuðum.
Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

2.Samningur um Víðimýrarkirkju

Málsnúmer 2102094Vakta málsnúmer

Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, fór yfir samstarfssamning Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um afnot og varðveislu Víðimýrarkirkju í Skagafirði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.
Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

3.Bókasafnið í Laugarhúsinu í Steinsstaðabyggð

Málsnúmer 2103198Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Guðrúnu L. Ásgeirsdóttur, dagsettur 16. mars 2021, um tillögu að nýtingu á húsnæði bókasafnsins á Steinsstöðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið en telur ekki tímabært að taka ákvörðun um framtíðarnot húsnæðisins að svo stöddu.

4.Tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 2102118Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði, en atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd auglýsti eftir umsóknum um styrkinn. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Sveitarfélaginu Skagafirði. Umsóknarfrestur rann út í lok dags 16. mars sl. Alls bárust 13 umsóknir.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákveður að halda vinnufund mánudaginn 29.mars nk. og fara yfir umsóknirnar.

5.Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Málsnúmer 2103228Vakta málsnúmer

Lögð fram úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2021. Sveitarfélagið sendi inn tvær umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2021. Annarsvegar fyrir undirbúnings- og hönnunarvinnu við Ketubjörg á Skaga og hinsvegar fyrir hönnun á svæðinu frá smábátahöfninni á Sauðárkróki að Borgarsandi, með bílastæði og göngu- og hjólastíg í huga. Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut styrk að fjárhæð kr. 1.361.260,- fyrir verkefnið Ketubjörg - Aðgengi og öryggi ferðamanna. Markmiðið er að gera bílastæði, merkja svæðið vel, leggja göngustíga og gera öryggisráðstafanir við björgin, í samráði við landeigendur. Verkefnið um göngu- og hjólastíg fékk ekki úthlutun að þessu sinni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar styrknum og öðrum styrkjum sem úthlutað var til annarra verkefna í Skagafirði. Jafnframt hvetur nefndin fyrirtæki og einstaklinga til þess að sækja um í sjóðinn fyrir árið 2022.

Fundi slitið - kl. 17:20.