Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

73. fundur 23. janúar 2020 kl. 15:00 - 15:51 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Dagur kvenfélagskonunnar 2020 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2001083Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvenfélagi Staðarhrepps vegna Dags kvenfélagskonunnar 2020 dagsett 07.01.2020.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að veita 50.000 kr styrk vegna Dags kvenfélagskonunnar sem haldinn verður hátíðlegur 1. febrúar. Tekið af fjárhagslið 05890.

2.Rekstur félagsheimilisins Árgarðs 2019

Málsnúmer 1911195Vakta málsnúmer

Tekið fyrir málefni félagsheimilisins Árgarðs og tjaldstæðisins á Steinsstöðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákveður að bjóða út saman rekstur félagsheimilisins Árgarðs og tjaldstæðins á Steinsstöðum. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa eftir rekstraraðila.

3.Umsókn um starfsstyrk 2020 - Sögusetur íslenska hestsins

Málsnúmer 2001192Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sögusetri íslenska hestsins dagsett 19.01.2020.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2020. Fjármunir teknir af málaflokki 05890.

4.Rekstrarupplýsingar 2018 Upplýsingamiðstöð í Varmahlíð

Málsnúmer 1910023Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstrarupplýsingar 2018 fyrir upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð.

5.Mótun framtíðarsýnar vegna sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1910166Vakta málsnúmer

Tekið fyrir mál vísað frá sveitarstjórn til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að starfsmenn nefndarinnar ásamt Berglindi Þorsteinsdóttur skipi starfshóp um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki. Starfshópurinn skili tillögum að framtíðarsýn til nefndarinnar.

6.Auglýsing um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020

Málsnúmer 1910280Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsett 30. desember 2019 varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020. Sauðárkróki er úthlutað 140 þorskígildistonnum og Hofsós 15 þorskígildistonnum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr 676/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 í Sveitarfélaginu Skagafirði:

1.
Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip.“

2.
Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.

3.
Þá leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins.

4.
Ennfremur leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bókar eftirfarandi:
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019-2020 hvað varðar úthlutun til Hofsóss. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 15 þorskígildistonnum til Hofsóss og 140 þorskígildistonnum til Sauðárkróks.

Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg hvað varðar úthlutun til Hofsóss og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. Það punktakerfi sem úthlutað er eftir horfir aftur síðustu 10 ár og mælir samdrátt aflaheimilda og vinnslu á þeim tíma en tekur í engu tillit til þess að samdráttar sem orðið hefur fyrir lengri tíma en 10 árum. Má því ætla að reglur sjávarútvegsráðuneytisins geri ráð fyrir að annað hvort hafi sjómenn gefist upp á þessum tíma eða þá að ástandið hafi lagast með öðrum hætti, en alls ekki að ástand geti verið óbreytt eða verra en áður eins og í tilfelli Hofsóss, sérstaklega þegar horft er til úthlutunar byggðakvóta til Hofsóss, en úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2010-2011 var 145 þorskígildistonn en nú fiskveiðiárið 2019-2020 einungis 15 þorsksígildistonn eða samtals 89,7% samdráttur á 9 árum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta reglum um úthlutun byggðakvóta á þann hátt að tekið verið tillit til lengri tíma og fleiri aðstæðna en núverandi reglur kveða á um. Mikilvægt er að reglur um byggðakvóta séu raunverulega sniðnar að því markmiði að styðja við byggðir sem standa höllum fæti vegna breytinga í sjávarútvegi.

Fundi slitið - kl. 15:51.