Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

61. fundur 28. nóvember 2018 kl. 13:15 - 15:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Heba Guðmundsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá
Einnig sat fundinn Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri.
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að taka eftirtalin mál á dagskrá með afbrigðum; mál 1805065 og 1811077. Var það samþykkt samhljóða.

1.Menningarhús og félagsheimili í Skagafirði

Málsnúmer 1703293Vakta málsnúmer

Sunna Björk Atladóttir hdl mætti á fundinn til að upplýsa um stöðu mála um eignarhald félagsheimila í Skagafirði.

2.Styrkbeiðni jólaball - Kvenfélag Rípurhrepps

Málsnúmer 1811051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kvenfélagi Rípurhrepps vegna jólaballskemmtunar í Hegranesi 2018, frá 8. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir styrk til að halda árlega jólaballskemmtun.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til skemmtunarinnar að upphæð 50.000 kr. sem tekin er af lið 05713 á árinu 2018.

3.Jólaball Miðgarði styrkbeiðni

Málsnúmer 1811116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kvenfélögum Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps vegna jólatrésskemmtunar í Miðgarði í Varmahlíð 2018, frá 15. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir styrk til að halda árlega jólatrésskemmtun.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til skemmtunarinnar að upphæð kr. 50.000 kr., sem tekin skal af lið 05713 á árinu 2018.

4.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2019

Málsnúmer 1811178Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2019. Gjaldskráin hækkar um 3% frá núgildandi gjaldskrá.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

5.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1811179Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2019. Gjaldskráin hækkar um 3% frá núgildandi gjaldskrá.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

6.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2019

Málsnúmer 1811177Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga verði óbreytt frá árinu 2018 og vísar ákvörðuninni til afgreiðslu byggðarráðs.

7.Fjárhagsáætlun 2019 - málaflokkur 05-menningarmál

Málsnúmer 1810121Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 (menningarmál)á árinu 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.

8.Fjárhagsáætlun 2019 - málaflokkur 13 - AMK nefnd

Málsnúmer 1809233Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 (atvinnumál)á árinu 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.

9.Ræsing Skagafjörður 2018

Málsnúmer 1805065Vakta málsnúmer

Í samræmi við viljayfirlýsingu um samstarf við framkvæmd á verkefninu Ræsing Skagafjörður samþykkir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd að auglýst verði samkeppni um viðskiptaáætlanir vegna nýsköpunar.

10.Lummudagar

Málsnúmer 1809201Vakta málsnúmer

Kynnt var niðurstaða könnunar sem gerð var í héraðinu um áhuga og viðhorf til Lummudaga þar beðið var um hugmyndir frá íbúum um umgjörð og viðburði. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar forsvarsmönnum Lummudaga.

11.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2018-2019

Málsnúmer 1810042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsett 23. nóvember 2018 varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2018/2019. Sauðárkróki er úthlutað 70 þorskígildistonnum og Hofsós 15 þorskígildistonnum.
Inga Katrín Magnúsdóttir fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Nú er svo komið að næstum allur byggðakvóti hefur verið tekinn af Hofsósi án þess að sjávarútvegsráðuneytið hafi með nokkrum hætti komið til móts við þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í byggðarlaginu og hættu á að sjósókn og starfsemi henni tengd leggist að mestu eða öllu leyti niður vegna skorts á veiðiheimildum. Nú er gert ráð fyrir 15 tonna byggðakvóta til Hofsóss. Þá hefur ákvörðun ráðuneytisins að leyfa aftur dragnótaveiðar sem nú hafa sótt upp í fjörur reynst mikið högg fyrir smábáta á Hofsósi og á öðrum stöðum í Skagafirði. Sú ákvörðun var tekin án samráðs við heimafólk og engu skeytt um mótmæli um vinnubrögð. Er skorað á sjávarútvegsráðuneytið að snúa þessari þróun við og auka veiðiheimildir handa bátum sem gera út frá Hofsósi.

12.Varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1811077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá Byggðasafni Skagfirðinga til Safnaráðs varðandi varðveislurými að Borgarflöt 17-19.

Fundi slitið - kl. 15:10.