Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

57. fundur 27. apríl 2018 kl. 10:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá
Samþykkt samhljóða að taka mál nr. 1804207 á dagskrá með afbrigðum.

1.Byggðasafn Skagfirðinga - ársskýrsla 2017

Málsnúmer 1804079Vakta málsnúmer

Kynnt var ársskýrsla Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2017. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfsmönnum Byggðasafns Skagfirðinga fyrir gott starf á liðnum árum sem sýnt hefur sig í því góða orðspori sem safnið hefur áunnið sér.

2.Bæjarhátíð á Hofsósi

Málsnúmer 1804095Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dagsett 13. apríl 2018, frá Auði Björk Birgisdóttur og Völu Kristínu Ófeigsdóttur fyrir hönd Byggjum upp Hofsós og nágrenni. Í bréfinu er óskað eftir 300.000 kr. styrk til að halda bæjarhátíð á Hofsósi sumarið 2018 í samstarfi við Ungmennafélagið Neista, Félag eldri borgara á Hofsósi, Leikfélag Hofsóss og fleiri félög.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 05710.

3.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029

Málsnúmer 1804146Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 20. apríl 2018, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029.
Samþykkt að fela starfsmanni nefndarinnar að senda inn umsögn hennar í framhaldi af umræðum um málið, s.s. hvað varðar uppbyggingu á minna sóttum ferðamannasvæðum.

4.Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2018

Málsnúmer 1802139Vakta málsnúmer

Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2018 verða í þriðja sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Árna Stefánssyni og Herdísi Klausen verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf með því að stuðla að hreyfingu og lýðheilsu í samfélaginu til langs tíma.

5.Styrkbeiðni vegna sýningarinnar Tíma-mót

Málsnúmer 1804207Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dagsett 26. apríl 2018, frá Sólborgu Unu Pálsdóttur fyrir hönd Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Í erindinu er óskað eftir styrk að upphæð kr. 200.000,- til að standa straum af prentun ljósmynda vegna ljósmyndasýningarinnar TÍMA-MÓT. Um er að ræða sýningu ljósmyndarans Gunnhildar Gísladóttur þar sem hún á stefnumót við ljósmyndara sem tóku myndir af Skagfirðingum og nærsveitamönnum fyrir um 100 árum, eða í kringum fullveldisárið 1918. Sýningin verður opnuð við setningu Sæluviku Skagfirðinga sunnudaginn 29. apríl 2018.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000,- sem tekinn verður af fjárhagslið 05890.

6.Aðalfundur 2018 Markaðsstofa Norðurlands

Málsnúmer 1804137Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. apríl 2018 um aðalfund Markaðsstofu Norðurlands og vorráðsstefnuna Flogið í rétta átt.

7.Ráðstefna um flug á Akureyri 13. apríl

Málsnúmer 1803268Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 5. apríl 2018 um ráðstefnu um flugmál sem haldin verður á Akureyri 3. maí 2018. Á ráðstefnunni mun fulltrúi Super Break verða með erindi þar sem rakin verður reynsla bresku ferðaskrifstofunnar af því að fljúga fólki til Akureyrar, hvert framhaldið verður hjá þeim og dregið fram hversu mikil áhrif þessar flugferðir hafa fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Einnig verður rætt um Akureyrarflugvöll, hvernig staðan er og hvað þarf til að völlurinn geti sinnt sem best auknu millilandaflugi. Jafnframt verður rætt um tengingu Akureyrar við Keflavíkurflugvöll og stöðu innanlandsflugs á landinu.


8.Flugklasinn Air 66 - skýrsla mars 2018

Málsnúmer 1803258Vakta málsnúmer

Lög fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans Air 66N yfir tímabilið 20. okt. 2017 ? 20. mars 2018.

Fundi slitið - kl. 11:00.