Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

45. fundur 04. maí 2017 kl. 16:00 - 17:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði

Málsnúmer 1603183Vakta málsnúmer

Tekin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2016-2020 sem Þorgeir Pálsson hjá Thorp ehf. vann fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð í samvinnu við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði.

Undir þessum lið komu þau Þórhildur Jónsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði, Davíð Jóhannsson frá SSNV og Þorgeir Pálsson frá Thorp ehf. sem tók þátt í fundinum símleiðis.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir þessa stefnumótun fyrir sitt leyti. Stefnumótunin verður formlega kynnt á opnum fundi á Hólum í Hjaltadal, þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 13.

2.Styrkbeiðni - sýning um Guðrúnu frá Lundi

Málsnúmer 1704201Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni um styrk vegna sýningar um ævi og ritstörf skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd getur því miður ekki orðið við erindinu en óskar aðstandendum hennar góðs gengis.

Fundi slitið - kl. 17:30.