Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

114. fundur 05. febrúar 2021 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 10 A - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011156Vakta málsnúmer

Pálína Ósk Ómarsdóttir, kt. 290991-3319, sækir f.h. eiganda fasteignar með fasteignanúmerið F2131122 sem er í fjöleignahúsi að Aðalgötu 10A, um leyfi til breytinga á útliti húss og innangerð eignar. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Bjarna Reyjalín, kt. 070149-3469. Uppdráttur er númer 101, dagsettur 9. október 2020. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.

2.Borgartún 8 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2012188Vakta málsnúmer

Jóhannes Þórðarson, kt. 300773-3899, sækir f.h. eiganda Borgartúns 8 sem er fjöleignahús, um leyfi til breytinga á útliti og innangerð hússins. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reyjalín, kt. 070149-3469. Uppdrættir eru í verki B-015, númer 1, 2, 3 og 4, dagsettir 17. desember 2020. Byggingaráform samþykkt.

3.Víðigrund 6-8 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2101103Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson, kt. 230785-4149, sækir f.h. eigenda fjöleignahúss sem stendur við Víðigrund 6-8 á Sauðárkróki um leyfi til að einangra og klæða norðurstafn hússins. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 701172, númer A-100, A-101 og A-102, dagsettir 8. janúar 2021. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.

4.Borgarateigur 15 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2101282Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson sækir, f.h. Skagafjarðarveitna, kt. 681212-0350 um leyfi til að gera breytingar á útliti áhaldahúss sem stendur við Borgarteig 15 á Sauðárkróki. Framlagður uppdráttur gerður á Tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdráttur er í verki 210119, númer 01, dagsettur 19. janúar 2021. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 14:00.