Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

102. fundur 02. apríl 2020 kl. 14:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Faxatorg L143322 Safnahús - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2001200Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson kt. 200857-5269 sækir f.h. eiganda Safnahússins á Sauðárkróki um leyfi til að byggja sorpskýli á lóðinni Faxatorg L143322. Framlagðir uppdrættir gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 200120, númer A-01 til A-03, dagsettir 20. janúar 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

2.Borgarflöt 17D-17E og 19E - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2003255Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson sækir f.h. eiganda geymsluhúsnæðis að Borgarflöt 17D-17E og 19E um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi hússins. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 7794, númer A-100 til A-103, dagsettir 31. janúar 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Melatún 3 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2003298Vakta málsnúmer

Jóhann Gunnlaugsson kt. 110481-5439 og Kristinn T. Björgvinsson kt. 200380-4369 sækja um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 3 við Melatún. Framlagðir uppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdrættir er í verki 3073, númer A-101 til A-104, dagsettur 23. mars 2020. Byggingaráform samþykkt.

4.Nátthagi 14 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2003300Vakta málsnúmer

Sigríður Ólafsdóttir kt. 020481-5879, eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 14 við Nátthaga á Hólum í Hjaltadal, sækir um leyfi til að breyta útliti og innangerð hússins. Framlagður uppdráttur gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdráttur er í verki 0022020, númer A-01, dagsettur 29. mars 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Þangstaðir L146738 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2004022Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson kt. 200857-5269 sækir f.h. eiganda Þangstaða L146738 á Hofsósi um leyfi að breyta útliti, innangerð og notkun hússins í vinnustofu/ endurnýtingarmiðstöð. Framlagðir uppdrættir gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði af umsækjanda. Uppdrættir eru númer 1 og 2, dagsettir 30. mars 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

6.Raftahlíð 2 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2003220Vakta málsnúmer

Andri Þór Árnason kt. 080580-5179 sækir um leyfi til breyta útliti raðhúss sem stendur á lóðinni númer 2 við Raftahlíð. Breytingarnar varða nýjan glugga á suðurstafn hússins. Framlagðir uppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdrættir er í verki 221-4, númer 1 til 3 dagsettir 23. febrúar 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

7.Löngumýrarskóli 1460555 - Umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 2003162Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. mars 2020 frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2003274. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 12.mars 2020 þar sem Gunnar Rögnvaldsson, kt. 031067-3919, Löngumýri, f.h. Löngumýrarskóla sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II að Löngumýri. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 15:00.