Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

99. fundur 24. janúar 2020 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Syðri-Hofdalir 3 - Umsókn um fjölgun séreigna

Málsnúmer 1912150Vakta málsnúmer

Atli Már Traustason kt. 211273-5189 , Ingibjörg Klara Helgadóttir kt. 240575-5669, Trausti Kristjánsson kt. 070153-2709 og Ingibjörg Aadnegard 030756-3049 sækja, f.h. Hofdalabúsins ehf., kt. 600514-0750 eiganda lóðarinnar Syðri-Hofdalir 3, L228617 um leyfi til að skipta útihúsum sem standa á lóðinni í tvær sér eignir. Framlögð gögn gerð af Trausta Val Traustasyni kt. 160783-5249, dagsett 12. desember 2019 gera grein fyrir fyrihuguðum breytingum. Erindi samþykkt.

2.Borgarmýri 5 - Umsókn um niðurrif mannvirkis.

Málsnúmer 1912203Vakta málsnúmer

Símon Skarphéðinsson kt. 120850-3509 f.h. Vinnuvéla Símonar ehf. kt. 510200-3220 sækir um leyfi til að fjarðlægja geymi sem stendur á lóðinni númer 5 við Borgarmýri á Sauðárkróki. Um er að ræða geymi sem byggður er árið 1979, skráður matshluti 02 á lóðinni. Erindi samþykkt.

3.Brúarland (146511) - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 2001133Vakta málsnúmer

Guðmundur J. Sverrisson kt. kt. 291066-3219 sækir f.h. Makita ehf. kt. 651017-1300 um leyfi til að rífa hlöðu á jörðinni Brúarlandi, L146511 í Deildardal. Hlaðan sem um ræðir er byggt árið 1950, skráð mathluti 05 á jörðinni. Erindið samþykkt.

4.Aðalgata 16 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2001159Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. janúar 2020, úr máli 2001213 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Tómas Árdal f.h. Stá ehf., kt.520997-2029, sækir um leyfi til að reka veitingastaðinn KK restaurant í flokki III að Aðalgötu 16, Sauðárkróki. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 14:00.