Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

92. fundur 09. ágúst 2019 kl. 08:45 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Brúarland 146511 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1907216Vakta málsnúmer

Guðmundur J. Sverrisson kt. 291066-3219 sækir fh. Makita ehf. kt. 651017-1300 þinglýsts eiganda Brúarlands í Deildarda 146511) um leyfi til að breyta gluggum á vestur hlið íbúðarhússina að Brúarlandi. Meðfylgjandi gögn, dagsett 23. júlí gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Erindið samþykkt

2.Brúarland 146511 - Umsókn um niðurrif mannvirkja

Málsnúmer 1907215Vakta málsnúmer

Guðmundur J. Sverrisson fh. Makita ehf. kt. 651017-1300 sækir um leyfi til að rífa gömul fjárhús á jörðinni Brúarlandi í Deildardal. Húsið sem um ræðir er byggt árið 1950, skráð mathluti 03 á jörðinni. Erindið samþykkt.

3.Suðurbraut 27 Hofsósi - Prestbakki- umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1907156Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 19. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar kt. 020760-5919 um leyfi til að reka gististað í flokki II að Prestbakka, Suðurbraut 27 á Hofsósi. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Smáragrund 5 - Umsókn um leyfi fyri smáhýsi á lóð

Málsnúmer 1908004Vakta málsnúmer

Álfhildar Leifsdóttur kt. 040377-5499, Sigurður Ingi Ragnarsson kt. 200474-5469 og Steinunn Valdís Jónsdóttir kt. 150673-4969 eigendur Smáragrundar 5 sækja um leyfi fyrir garðhýsi á lóðinni. Hýsið verður staðsett á lóðarmörkum Smáragrundar 7 og Hólavegar 26. Framlögð gögn dagsett 8.ágúst sl. gerð af Sigurði Inga Ragnarssni. Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa. Erindið samþykkt.

5.Neðri-Ás 2 - lóð - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1908031Vakta málsnúmer

Ingólfur Magnússon kt. 051057-2879 sækir um leyfi til að byggja geymslu á frístundalóð í landi Neðri-Ás 2, Hjaltadal í Skagafirði. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður á teiknistofunni rögg af Rögnvaldi Harðarsyni kt. 080379-3319. Uppdrátturinn er númer 100, dagsettur 17. júní 2019. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 10:00.