Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

73. fundur 19. júlí 2018 kl. 08:45 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Álftagerði 1 (211872) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1807118Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson kt.120379-4029 og Kristvina Gísladóttir kt. 010375-5339, sækja um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Álftagerði 1 , landnúmer 211872. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt.120379-4029. Uppdrættirnir eru í verki 7381-3, númer A-101 til A-104, dagsettir 6. júlí 2018. Byggingaráform samþykkt.

2.Skagfirðingabraut 25 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1807134Vakta málsnúmer

Guðni Kristjánsson kt. 071063-5269, Kristbjörg Kemp kt. 170364-3419 og Elísabet Jóna Gunnarsdóttir kt. 310570-4279, sækja um leyfi til að einangra og klæða utan hluta hússins Skagfirðingabraut 25 með bárustáli. Umsóknin varðar þann hluta hússins sem byggður er árið 1963. Byggingarleyfi veitt.

3.Hvannahlíð 8 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1806240Vakta málsnúmer

Gunnhildur Björk Hlöðversdóttir kt.080274-3359 og Stefán Freyr Stefánsson kt. 070574-5869, sækja um leyfi fyrir breytingum á innangerð hússins Hvannahlíð 8. Meðfylgjandi uppdráttur er gerður af Trausta Val Traustasyni byggingartæknifræðingi kt. 160783-5249 gerir grein fyrir breytingunum. Uppdrátturinn er númer A-101, dagsettur 5. júlí 2018. Byggingarleyfi veitt.

4.Viðvík (146424) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1706265Vakta málsnúmer

Kári Ottósson kt. 181163-6909 sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum uppdráttum af gripahúsi sem verið er að byggja á jörðinni Viðvík (166424) í Viðvíkursveit. Byggingaráform voru samþykkt á 53. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Skagafjarðar þann 4. ágúst 2017. Aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389 dagsettir 11. júní 2017 og mótteknir 31. júlí 2017. Númer uppdrátta A-01 og A-02.
Breyttir aðaluppdrættir eru gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, kt. 040381-5389 dagsettir 7. júní 2018 í verki 0102017 Númer uppdrátta A-01 og A-02. Byggingaráform samþykkt.

5.Skeiðfossvirkjun hús 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1806239Vakta málsnúmer

Bragi Þór Haraldsson kt. 080353-4219, sækir f.h. Rarik ohf. um leyfi til þess að breyta og endurgera inngang að íbúðarhúsi sem er á lóð með landnúmerið 146889 við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættirnir eru í verki nr. 331802, númer uppdrátta A-100 og A-101, dagsettir 21. júní 2018. Byggingarleyfi veitt.

6.Reykir 145950 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1805181Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. maí 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1805294. Óskað er umsagnar um umsókn Brynjólfs Þórs Jónssonar kt. 160378-5579, f.h. Drangeyjarjarlsins ehf. kt. 650418-0340 um leyfi til að reka gististað í flokki IV í íbúðarhúsi að Reykjum á Reykjaströnd. Gistiaðstaða fyrir 12 manns. Einnig veitingasölu fyrir 25 manns í aðstöðuhúsi. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

7.Litla-Gröf 145986 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1804215Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1804388, dagsettur 27. apríl 2018, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Lindu Bjarkar Jónsdóttur kt. 260277-4809, fh. Karuna ehf., kt. 680809-1000, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Litlu-Gröf. Umsögnin varðar einungis þann hluta hússins sem er gistiaðataða. Veitingaaðstaða er óbyggð. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

8.Ljósaland (146205) - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 1807132Vakta málsnúmer

Felix Antonsson kt. 170240-2519 eigandi Ljósalands landnúmer 146205, sækir um leyfi til að rífa gróðurhús sem er matshluti 10. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.