Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

72. fundur 09. júlí 2018 kl. 08:00 - 08:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sölvanes 146238 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1803239Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. mars 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli nr. 1803295. Óskað er umsagnar um umsókn Eydísar Magnúsdóttur kt. 310373-5249, fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. kt. 650414-1010 um leyfi til að reka gististað í flokki II að Sölvanesi, 561 Varmahlíð. Sótt er um gistingu fyrir 10 manns í eldra íbúðarhúsi og gistingu fyrir 4 í frístundahúsi á jörðinni. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Íþróttahúsið á Sak.- Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 1807026Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1807057, dagsettur 4. júlí 2018, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Sigurpálls Aðalsteinssonar kt. 081170-5419, fh. Kaffi 600 ehf. kt.491111-0460 um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007. Umsóknin er vegna kvöldverðar og dansleiks sem fyrirhugað er að halda þann 14.júlí nk. í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Flæðar- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1807037Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1807057, dagsettur 4. júlí 2018, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Thelmu Knútsdóttur kt. 081069-3609, f.h. Unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar Tindastóls kt. 640816-0740 um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007. Umsóknin er vegna veitingasölu og útidagskrár sem halda á á Flæðunum við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki í tengslum við Landsmót UMFÍ sem fyrirhugað er að halda dagana 13.til 15. júlí nk. á Sauðárkróki. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Efri-Ás 146428 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1807013Vakta málsnúmer

Árni Sverrisson kt. 241069-5759 sækir um leyfir til að gera breytingar á fjóshlöðu á jörðinni Efri-Ási í Hjaltadal. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni kt. 080353-4219. Uppdrættir eru í verki 721401, númer A-100 og A-101, dagsettir 22. júní 2018. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:45.