Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

71. fundur 18. júní 2018 kl. 08:00 - 08:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Suðurbraut 9,KS Hofsós - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1806055Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. júní 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn, Marteins Jónssonar kt. 250577-5169, f.h. Kaupfélag Skagfirðinga kt. 680169-5009, um leyfi til að reka veitingastofu í flokki II í Útibúi K.S. Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Hulduland (223299) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1804106Vakta málsnúmer

María Eymundsdóttir kt. 040684-2209 og Pálmi Jónsson kt. 200980-5149 þinglýstir eigendur Huldulands, (landnr. 223299) sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á áður samþykktum byggingarreit að Huldulandi.
Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á teiknistofunni Kvarða af Gísla G. Gunnarssyni kt 020649-2409. Uppdrættirnir eru dagsettir 7. febrúar 2018 í verki númer 2018 G-116, A-1 of A-2. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

Fundi slitið - kl. 08:45.