Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

55. fundur 08. september 2017 kl. 13:30 - 14:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hraun 146545 - Umsókn um byggingarleyfi - Haugtankur

Málsnúmer 1709047Vakta málsnúmer

Magnús Pétursson kt. 200256-5739, þinglýstur eigandi jarðarinnar Hrauns (146545) í Sléttuhlíð, sækir um leyfi til að byggja mykjutank við fjós á jörðinni. Framlagður uppdráttur er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki 7272, nr. B-101, dagsettur 17.ágúst 2017. Byggingaráformin samþykkt.

2.Suðurbraut 15 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1709083Vakta málsnúmer

Magnús Ingvarsson kt. 171160-3249, f.h. Ríkiseigna, sækir um leyfi fyrir breytingum á bílskúr á lóðinni númer 15 við Suðurbraut á Hofssósi. Sótt er um leyfi til að fjalægja núverandi steypt handrið af skúrnum og endurbyggja það, ásamt því að einngra og klæða skúrinn utan með loftræstri báruklæðningu. Framlagður uppdráttur er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrátturinn er í verki 810511, nr. A-001, dagsettur 30. júní 2016. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Melur - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1708008Vakta málsnúmer

Magnús H. Ólafsson arkitekt kt. 150550-4769 sækir, fh. Melhorns ehf. kt. 710117-1280, um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi að Mel (145987). Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af honum sjálfum dagsettir 20. júlí 2017. Númer uppdrátta 1.01 og 1.02, Verknúmer VE-17-17. Byggingaráformin samþykkt

4.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingar- og stöðuleyfi.

Málsnúmer 1709085Vakta málsnúmer

Atli Már Óskarsson, f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Sauðárkróki, óskar eftir leyfi til þess að byggja borholuskýli skv. meðfylgjandi aðaluppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 23. ágúst 2017. Uppdráttur er nr. A-101 í verki nr. 1037. Fyrirhugað er að byggja húsið á lóð verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 26, en þaðan verður húsið flutt í heilu lagi. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingar- og stöðuleyfi.

Málsnúmer 1709086Vakta málsnúmer

Atli Már Óskarsson, f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Sauðárkróki, óskar eftir leyfi til þess að byggja tvö dæluhús skv meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni, dags. 23. ágúst 2017. Uppdrættir er nr. A-102 og A-103 í verki nr. 1037. Fyrirhugað er að byggja húsin á lóð verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 26, en þaðan verða húsin flutt í heilu lagi. Erindið samþykkt, Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 14:30.