Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

34. fundur 14. september 2016 kl. 10:00 - 11:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut 51 Mjólkursamlag - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1609028Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjórna fh. Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga dagsett 2. september 2016. Umsóknin er um leyfi til að byggja lager og verksmiðjuhús á lóðinni Skagfirðingabraut 51 samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum sem gerðir eru hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt 171160-3249. Uppdrættir A-100 til A-105 dagsettir 2. september 2016. Byggingaráformin samþykkt.

2.Skagfirðingabraut (143715)Árskóli - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1608105Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Indriða Þórs Einarssonar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs fh eignasjóðs dagsett 16. ágúst 2016. Umsóknin er um leyfi til breytinga á innri gerð Árskóla við Skagfirðingabraut samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Jón Þór Þorvaldssyni arkitekt. Uppdrættir A-105A, A-106A, A-231, A401A, A402A og A520A. Uppdrættir mótteknir hjá byggingarfulltrúa 16 ágúst 2016. Byggingarleyfi veitt.

3.Kleifatún 4 - Umsókn um breytingar á byggingarleyfi

Málsnúmer 1609091Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Eyglóar Amalíu Valdimarsdóttur kt. 201185-3869 og Ingvars Gýgjars Sigurðarsonar kt. 020884-3639 um breytingar á áður gefnu byggingarleyfi og samþykktum aðaluppdráttum af einbýlishúsi sem er í byggingu á lóðinni númer 4 við Kleifatún. Meðfylgjandi breyttir aðaluppdrættirnir gerðir af THG TEIKN, Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, kt. 040381-5389, Múlasíðu 28 Akureyri. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

4.Helluland - umsagnarbeiðni v/ rekstrarleyfis

Málsnúmer 1608150Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. ágúst 2016 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Andrésar Geirs Magnússonar, kt. 250572-489, Hellulandi, 551 Sauðárkróki, um leyfi til að reka gististað í flokki I á heimili sínu. Fjöldi gesta 10 manns. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.

5.Vogar (146602) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1609132Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Júlíu Lindar Sverrisdóttur og Birgis F. Þorleifssonar Vogum um heimild til að einangra og klæða utan íbúðarhúsið að Vogum. Fastanúmer 214-3548. Klæðning lóðrétt Canexel utanhússklæðning. Byggingarleyfi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:30.