Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

13. fundur 03. september 2015 kl. 10:15 - 11:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ásgarður (vestri) 178739 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1508193Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 26. ágúst sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn Önnu Þóru Jónsdóttur kt. 230965-3499 vegna breytinga á rekstrarleyfi fyrir heimagistingu, flokkur III, að Ásgarði-Vestri í Viðvíkursveit. Breytingin varðar umsókn um veitingarleyfi í flokki II til eins árs. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

2.Áshildarholt (145917)- Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 1508038Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Eyglóar Gunnlaugsdóttur kt. 050288-2699 og Reynis Ásbergs Jómundssonar kt. 300881-3009. Umsókn um leyfi til að rífa eftirtalin mannvirki á jörðinni. Fjárhús, mhl. 05 með matsnúmerið 213-9758, hesthús mhl. 06 með matsnúmerið 213-9759 og haughús, mhl. 09 með matsnúmerið 213-9762. Einnig sótt um breyta notkun hesthúss, mhl. 04 með matsnúmerið 213-9757 í fjárhús. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

3.Gönguskarðsárvirkjun 1 - stöðvarhús 223553 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1508202Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Jónasar V. Karelssonar kt. 130851-3049, hjá Verkís hf., fyrir hönd Gönguskarðsár ehf. kt. 650106-1130. Umsókn um leyfi til að byggja stöðvarhús Gönguskarðsárvirkjunar á lóðinni Gönguskarðsá 1 landnúmer 223553. Framlögð hönnunargögn unnin á VERKÍS verkfræðistofu, undirrituð af Jónasi V. Karelssyni hönnunarstjóra. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform og veitir jafnframt umbeðið byggingarleyfi.

Fundi slitið - kl. 11:45.