Fara í efni

Úrlausnir í leikskólamálum í Varmahlíð

Málsnúmer 2404130

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 26. fundur - 17.04.2024

Búið er að auglýsa útboð fyrir leikskólann í Varmahlíð en fyrirséð er að skortur er á leikskólaplássum þar til nýr leikskóli er tilbúinn. Könnun var send á starfsfólk, foreldra leikskólabarna í Birkilundi og foreldra barna á biðlista þar sem óskað var eftir tillögum að tímabundinni lausn við þeim vanda sem blasir við. Alls bárust 17 svör sem nefndin fór yfir.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kanna möguleikann á stofnun 5 ára deildar við Varmahlíðarskóla í samráði við foreldra og skólastjórnendur ásamt því að kanna áfram aðrar mögulegar lausnir.