Fara í efni

Reglur um skólaakstur í dreifbýli

Málsnúmer 2404126

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 26. fundur - 17.04.2024

Samkvæmt lögum nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi ber öllum þeim sem sinna farþegaflutningum að hafa almennt rekstrarleyfi og á það líka við um þegar samið er við forráðamenn um akstur gegn greiðslu. Flytjandi þarf auk þess að uppfylla önnur skilyrði laganna og þær gæða- og tæknikröfur sem Samgöngustofa setur. Breytingar á reglum Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli fela í sér að fella brott eftirfarandi texta:

„Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn“.

Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar samhljóða.

Byggðarráð Skagafjarðar - 95. fundur - 30.04.2024

Vísað til byggðarráðs frá 26. fundi fræðslunefndar, þannig bókað:
Samkvæmt lögum nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi ber öllum þeim sem sinna farþegaflutningum að hafa almennt rekstrarleyfi og á það líka við um þegar samið er við forráðamenn um akstur gegn greiðslu. Flytjandi þarf auk þess að uppfylla önnur skilyrði laganna og þær gæða- og tæknikröfur sem Samgöngustofa setur. Breytingar á reglum Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli fela í sér að fella brott eftirfarandi texta:
Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar samhljóða.
Byggðarráð samþykkir breytingarnar samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Vísað frá 5. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar:

"Vísað til byggðarráðs frá 26. fundi fræðslunefndar, þannig bókað:
Samkvæmt lögum nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi ber öllum þeim sem sinna farþegaflutningum að hafa almennt rekstrarleyfi og á það líka við um þegar samið er við forráðamenn um akstur gegn greiðslu. Flytjandi þarf auk þess að uppfylla önnur skilyrði laganna og þær gæða- og tæknikröfur sem Samgöngustofa setur. Breytingar á reglum Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli fela í sér að fella brott eftirfarandi texta:
Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar samhljóða. Byggðarráð samþykkir breytingarnar samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Reglur um skólaakstur í dreifbýli bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.