Fara í efni

Mjólkursamlagsreitur breyting á deiliskipulagi - Skagfirðingabraut 51 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2404003

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 47. fundur - 04.04.2024

Sigurjón R. Rafnsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, þinglýsts lóðarhafa Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1, óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, einkum á lóð Skagfirðingabrautar 51, á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið er á norðvestur horni lóðarinnar og breytingin snýr að stækkun byggingareits á lóðinni fyrir viðbyggingu mjólkursamlags. Umrædd stækkun byggingarreits gerir lóðarhafa kleift að endurnýja framleiðslubúnað án þess að stöðva starfsemi mánuðum saman. Stærð skipulagssvæðis, afmarkanir lóða og lóðastærðir er óbreytt. Skipulagssvæðið er á miðsvæði nr. M402, í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.

Að fenginni heimild, til að láta vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56293201, dags. 27.03.2024, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að funda með forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga vegna málsins.