Fara í efni

Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040

Málsnúmer 2404001

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 47. fundur - 04.04.2024

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram skipulags- og matslýsing, þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum og áherslum komandi skipulagsvinnu, valkostum til skoðunar, nálgun umhverfismats og kynningarmálum.
Endurskoðunin er m.a. tilkomin vegna sameiningar Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar 29. maí 2022 og fjölbreyttra áskorana sem felast í byggðaþróun ásamt nýjum áskorunum vegna loftslagsmála.
Skipulagsvinnan mótar stefnu um hagkvæma nýtingu lands, samgöngur og gæði byggðar. Jafnframt felur skipulagið í sér mótun stefnu í umhverfismálum og hvernig skipulag getur stuðlað að kolefnishlutleysi í samræmi við markmið Íslands þar um og lög nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Nýtt endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var staðfest 4. apríl 2022. Nýtt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps mun byggja á þeirri vinnu sem unnin var í tengslum við þá endurskoðun.
Á kynningartíma skipulagslýsingar er óskað eftir ábendingum, sjónarmiðum og athugasemdum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, sem að gagni gætu komið í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt er leitað til lögboðinna umsagnaraðila á þessu stigi og haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur við mat á umhverfisáhrifum aðalskipulagsins.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 49. fundur - 02.05.2024

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram skipulags- og matslýsing, þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum og áherslum komandi skipulagsvinnu, valkostum til skoðunar, nálgun umhverfismats og kynningarmálum.
Endurskoðunin er m.a. tilkomin vegna sameiningar Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar 29. maí 2022 og fjölbreyttra áskorana sem felast í byggðaþróun ásamt nýjum áskorunum vegna loftslagsmála.
Skipulagsvinnan mótar stefnu um hagkvæma nýtingu lands, samgöngur og gæði byggðar. Jafnframt felur skipulagið í sér mótun stefnu í umhverfismálum og hvernig skipulag getur stuðlað að kolefnishlutleysi í samræmi við markmið Íslands þar um og lög nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Nýtt endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var staðfest 4. apríl 2022. Nýtt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps mun byggja á þeirri vinnu sem unnin var í tengslum við þá endurskoðun.
Á kynningartíma skipulagslýsingar er óskað eftir ábendingum, sjónarmiðum og athugasemdum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, sem að gagni gætu komið í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt er leitað til lögboðinna umsagnaraðila á þessu stigi og haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur við mat á umhverfisáhrifum aðalskipulagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040 í auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Vísað frá 49. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitastjórnar þannig bókað:
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram skipulags- og matslýsing, þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum og áherslum komandi skipulagsvinnu, valkostum til skoðunar, nálgun umhverfismats og kynningarmálum. Endurskoðunin er m.a. tilkomin vegna sameiningar Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar 29. maí 2022 og fjölbreyttra áskorana sem felast í byggðaþróun ásamt nýjum áskorunum vegna loftslagsmála. Skipulagsvinnan mótar stefnu um hagkvæma nýtingu lands, samgöngur og gæði byggðar. Jafnframt felur skipulagið í sér mótun stefnu í umhverfismálum og hvernig skipulag getur stuðlað að kolefnishlutleysi í samræmi við markmið Íslands þar um og lög nr. 70/2012 um loftslagsmál. Nýtt endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var staðfest 4. apríl 2022. Nýtt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps mun byggja á þeirri vinnu sem unnin var í tengslum við þá endurskoðun. Á kynningartíma skipulagslýsingar er óskað eftir ábendingum, sjónarmiðum og athugasemdum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, sem að gagni gætu komið í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt er leitað til lögboðinna umsagnaraðila á þessu stigi og haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur við mat á umhverfisáhrifum aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040 í auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum, að setja skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025- 2040 í auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Vg og óháðra, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þær sitja hjá.