Fara í efni

Frisbígolfvöllur í Varmahlíð

Málsnúmer 2403185

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 91. fundur - 04.04.2024

Lagt fram erindi, dags. 20. mars 2024, frá Íbúasamtökunum í Varmahlíð, þar sem óskað er samstarfs við sveitarfélagið um uppsetningu frisbígolfvallar á Reykjarhólssvæðinu í Varmahlíð í sumar. Hafa samtökin haft samband við grafískan hönnuð sem hefur séð um hönnun og uppsetningu á slíkum völlum víða um land og er hans mat að 12 körfu völlur með hönnun kosti um 1,2 m.kr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið og í framhaldinu að fá fulltrúa frá íbúasamtökunum og ungmennafélaginu Smára á fund ráðsins.