Fara í efni

Borgarmýri 1 og 1A umsókn um breytingu á afmörkun lóðar

Málsnúmer 2403026

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 44. fundur - 07.03.2024

Undirritaðir Sigurjón R. Rafnsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, Eyjólfur Sigurðsson fyrir hönd Ártorgs ehf., Þórarinn G. Sverrisson fyrir hönd Öldunnar stéttarfélags og Jóhannes Kári Bragason fyrir hönd Frímúararstúkunnar Mælifells, þinglýstir lóðarhafar og eigendur mannvirkja á iðnaðar- og athafnalóðunum Borgarmýri 1, landnr. 143222, og Borgarmýri 1A, landnr. 200074, óska eftir breytingu á lóðamörkum á milli lóðanna tveggja þar sem 94,3 m² hluti af lóð Borgarmýrar 1A fellur undir lóð Borgarmýrar 1. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S01, í verki 65020500 útg. 13. feb. 2024, gerir grein fyrir erindinu. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Breytingin felur í sér tilfærslu á hnitpunktum nr. LM05 og LM06 og viðbættum punkti nr. LM11 frá núgildandi lóðablaði dags. 26.11. 2004. Fyrir breytingu er lóð Borgarmýrar 1, 3.496 m² að stærð en verður 3.590 m² eftir breytingu. Fyrir breytingu er lóð Borgarmýrar 1A, 3.111 m² að stærð en verður 3.017 m² eftir breytingu. Skráð landnotkun breytist ekki og er áfram í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Engin mannvirki eru á lóðarpartinum sem færist á milli landnúmera. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000017 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.