Fara í efni

Ósk um fund

Málsnúmer 2311258

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 77. fundur - 20.12.2023

Til fundarins komu fulltrúar frá knattspyrnudeild Tindastóls og meistaraflokkum deildarinnar, þau Adam Smári Hermannsson og María Jóhannesdóttir, til að ræða um málefni sem snerta starfsemi deildarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fá frístundastjóra inn á næsta fund ráðsins til að ræða um mögulegar lausnir á ýmsu sem varðar málefni deildarinnar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 78. fundur - 04.01.2024

Til fundarins komu Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Skagafjarðar og Þorvaldur Gröndal frístundastjóri Skagafjarðar til að ræða málefni sem snerta starfsemi knattspyrnudeildar Tindastóls og mögulegar úrlausnir hvað varðar t.a.m. umgjörð og aðstöðu iðkenda á gervigrasvelli og í íþróttahúsi.
Starfsmönnum er falið að vinna málið áfram með forsvarsmönnum knattspyrnudeildar og leggja fram minnisblað með tillögum til úrbóta.

Byggðarráð Skagafjarðar - 82. fundur - 31.01.2024

Undir þessum dagskrárlið mættu sviðsstjóri fjölskyldusviðs og frístundastjóri til fundarins. Fjallað var um mögulegar úrlausnir á málefnum sem fulltrúar knattspyrnudeildar Tindastóls hafa vakið athygli á gagnvart byggðarráði og snerta umgjörð og aðstöðu iðkenda á gervigrasvelli og í íþróttahúsi. Frístundastjóri hefur þegar farið yfir úrlausnir með formanni knattspyrnudeildar og öðrum sem málið varðar.