Fara í efni

Þröm L176749 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar

Málsnúmer 2310243

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 37. fundur - 09.11.2023

Brynjar Skúlason og Sigríður Bjarnadóttir eigendur jarðarinnar Þröm, L176749 í Skagafirði óska eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á 131 ha í landi jarðarinnar. Svæðið liggur í um 45-100 m.y.s. og er skilgreint sem landbúnaðarland L3 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 þar sem nytjaskógrækt er heimiluð.
Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði.
Undanskilið frá skógrækt er allt votlendi jarðarinnar og svæðin í kring um gömlu bæjarhúsin þar sem skráðar fornminjar eru. Þá eru einnig undanskilin svæði vegna línuvegar sem og helgunarsvæði raflína, bæði í jörðu og lofti. Reynt verður að hanna skóginn þannig að beinar línur vegna raflína, girðinga og vega verði sem minnst áberandi. Megin áhersla verður á að skógurinn skapi skjól, auki lífsgæði fólks, bindi kolefni og gefi af sér viðarnytjar.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða skipulagsnefndar er að skógrækt í Þröm sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 19. fundur - 15.11.2023

Vísað frá 37. fundi skipulagsnefndar frá 9. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Brynjar Skúlason og Sigríður Bjarnadóttir eigendur jarðarinnar Þröm, L176749 í Skagafirði óska eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á 131 ha í landi jarðarinnar. Svæðið liggur í um 45-100 m.y.s. og er skilgreint sem landbúnaðarland L3 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 þar sem nytjaskógrækt er heimiluð.
Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði.
Undanskilið frá skógrækt er allt votlendi jarðarinnar og svæðin í kring um gömlu bæjarhúsin þar sem skráðar fornminjar eru. Þá eru einnig undanskilin svæði vegna línuvegar sem og helgunarsvæði raflína, bæði í jörðu og lofti. Reynt verður að hanna skóginn þannig að beinar línur vegna raflína, girðinga og vega verði sem minnst áberandi. Megin áhersla verður á að skógurinn skapi skjól, auki lífsgæði fólks, bindi kolefni og gefi af sér viðarnytjar.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða skipulagsnefndar er að skógrækt í Þröm sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.