Fara í efni

Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu

Málsnúmer 2211073

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 6. fundur - 10.11.2022

Lögð fram drög að reglum um stuðning- og stoðþjónustu sem byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Með reglum þessum falla úr gildi Reglur um félagslega liðveislu og Reglur um félagslega heimaþjónustu. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 22. fundur - 16.11.2022

Lögð fram drög að reglum um stuðning- og stoðþjónustu sem byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Með reglum þessum falla úr gildi Reglur um félagslega liðveislu og Reglur um félagslega heimaþjónustu. Reglunum vísað frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefnd.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum um stuðning- og stoðþjónustu sem byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Með reglum þessum falla úr gildi Reglur um félagslega liðveislu og Reglur um félagslega heimaþjónustu. Reglunum vísað frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefnd. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."


Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.