Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd - 6

Málsnúmer 2211005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Fundargerð 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 10. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 6. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Lagðar fram leiðbeiningar frá félagsmálaráðuneytinu um akstursþjónustu við fatlað fólk. Leiðbeiningarnar eru unnar í samráði við Samband íslenskra
    sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Sveitarfélögum hefur um langt árabil verið skylt, lögum samkvæmt, að skipuleggja akstursþjónustu við fatlað fólk. Um þennan þjónustuþátt er nú fjallað í 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með siðari breytingum. Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsfólki fjölskyldusviðs að vinna að drögum að uppfærðum reglum Skagafjarðar um akstursþjónustu út frá leiðbeinandi reglum og leggja fyrir nefndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Lögð fram drög að reglum um stuðning- og stoðþjónustu sem byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Með reglum þessum falla úr gildi Reglur um félagslega liðveislu og Reglur um félagslega heimaþjónustu. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Samþykktir fyrir öldungaráð Skagafjarðar. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Reglur Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar í 3. gr.
    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Reglur Skagafjarðar um húsnæðismál. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar í 11 lið um gerð leigusamninga, réttindi og skyldur leigutaka og leigusala, á forsendum laga sem taka gildi 1.janúar 2023, þar sem fjallað er um skráningarskyldu á öllum nýjum leigusamningum.
    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Starfsreglur Skagafjarðar varðandi úthlutun rekstrarstyrkja til íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála, annara en UMSS. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 VG og Óháð ásamt Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu til félagsmála- og tómstundanefndar: " Að núverandi aldurstakmark úthlutunar hvatapeninga reglna verði breytt úr 5-18 ára í 0-18 ára.

    Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að jöfnum tækifærum fyrir öll börn Skagafjarðar til að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Jöfnuður ætti því að gilda í úthlutun hvatapeninga og öll börn ættu því að eiga rétt á úthlutun hvatapeninga ".

    Fulltrúar meirihlutans óska bókað:

    Samkvæmt nýlegri könnun verðlagseftirlits ASÍ á styrkjum til tómstundastarfs á meðal 20 stærstu sveitarfélaga landsins þá hafa frístundastyrkir hækkað hlutfallslega mest hjá sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2020, eða um 60%, og eru hvatapeningar nú að upphæð 40 þúsund krónur á ári. Hvatapeningar í Skagafirði taka til barna frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Hvatapeninga í Skagafirði er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.
    Upphæð hvatapeninga í Skagafirði er um miðbik þeirrar fjárhæðar sem framangreind sveitarfélög eru með í styrki til frístundastyrkja en af þeim sveitarfélögum sem á annað borð bjóða upp á slíka styrki er fjárhæðin frá 10 þúsund krónum á ári og upp í 56 þúsund krónur á ári. Hæstu styrkirnir eru veittir hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þar sem iðkendagjöld barna eru að jafnaði mun hærri en gerist víða á landsbyggðinni.
    Af þeim 20 sveitarfélögum sem verðlagskönnun ASÍ nær til eru langflest þeirra 18 sveitarfélaga sem á annað borð bjóða upp á frístundastyrki með aldursviðmið frá 5 eða 6 ára aldri, eða 13 sveitarfélög. Eitt sveitarfélag er með viðmið frá 4 ára aldri og fjögur sveitarfélög með viðmið frá 0-2 ára aldri.
    Af þessu má sjá að vel er staðið að stuðningi við íþrótta-, lista- og tómstundastarf í Skagafirði þar sem fjölmargir aðilar leggja sig fram um að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi á sanngjörnum kjörum.

    Tillagan er felld með 2 atkvæðum meirihlutans.


    Fulltrúar VG og Óháðra og Byggðalistans óska bókað:

    Okkur þykir afar miður að öll börn í Skagafirði sitji ekki við sama borð þegar kemur að úthlutun hvatapeninga sem skilar mismunun en ekki jöfnuð.
    Það er ekki skrítið að hvatarpeningar hafi hlutfallslega hækkað mest í sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þeir voru 8.000 kr. frá upphafi úthlutunar hvatapeninga til ársins 2018 þar sem þeir voru hækkaðir upp í 25.000 kr. og svo árið 2020 í 40.000 kr. Vissulega var tekið stórt stökk í hækkun hvatarpeninga enda var löngu kominn tími til þess.
    Samkvæmt tölum frístundastjóra má glögglega sjá að margar tómstunda- og íþróttagreinar eru í boði fyrir 5 ára og yngri. Einnig má sjá að um 20-30 börn á þeim aldri nýta sér samveru með foreldrum sínum í þeim greinum sem í boði eru.
    Það væri ángæjulegt ef heilsueflandi- og fjölskylduvænn Skagafjörður væri leiðandi í þessum málum í stað þess að vera meðaltal annarra sveitarfélaga.


    Bókun fundar Fulltrúar Vg og óháðra ásamt fulltrúum Byggðarlista ítreka bókun sína frá fundi félagmála- og tómstundanefndar, þannig bókað:
    Okkur þykir afar miður að öll börn í Skagafirði sitji ekki við sama borð þegar kemur að úthlutun hvatapeninga sem skilar mismunun en ekki jöfnuð. Það er ekki skrítið að hvatarpeningar hafi hlutfallslega hækkað mest í sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þeir voru 8.000 kr. frá upphafi úthlutunar hvatapeninga til ársins 2018 þar sem þeir voru hækkaðir upp í 25.000 kr. og svo árið 2020 í 40.000 kr. Vissulega var tekið stórt stökk í hækkun hvatarpeninga enda var löngu kominn tími til þess. Samkvæmt tölum frístundastjóra má glögglega sjá að margar tómstunda- og íþróttagreinar eru í boði fyrir 5 ára og yngri. Einnig má sjá að um 20-30 börn á þeim aldri nýta sér samveru með foreldrum sínum í þeim greinum sem í boði eru. Það væri ángæjulegt ef heilsueflandi- og fjölskylduvænn Skagafjörður væri leiðandi í þessum málum í stað þess að vera meðaltal annarra sveitarfélaga.

    Fulltrúar meirihlutans ítreka bókun frá sama fundi, þannig bókað:
    Samkvæmt nýlegri könnun verðlagseftirlits ASÍ á styrkjum til tómstundastarfs á meðal 20 stærstu sveitarfélaga landsins þá hafa frístundastyrkir hækkað hlutfallslega mest hjá sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2020, eða um 60%, og eru hvatapeningar nú að upphæð 40 þúsund krónur á ári. Hvatapeningar í Skagafirði taka til barna frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Hvatapeninga í Skagafirði er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Upphæð hvatapeninga í Skagafirði er um miðbik þeirrar fjárhæðar sem framangreind sveitarfélög eru með í styrki til frístundastyrkja en af þeim sveitarfélögum sem á annað borð bjóða upp á slíka styrki er fjárhæðin frá 10 þúsund krónum á ári og upp í 56 þúsund krónur á ári. Hæstu styrkirnir eru veittir hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þar sem iðkendagjöld barna eru að jafnaði mun hærri en gerist víða á landsbyggðinni. Af þeim 20 sveitarfélögum sem verðlagskönnun ASÍ nær til eru langflest þeirra 18 sveitarfélaga sem á annað borð bjóða upp á frístundastyrki með aldursviðmið frá 5 eða 6 ára aldri, eða 13 sveitarfélög. Eitt sveitarfélag er með viðmið frá 4 ára aldri og fjögur sveitarfélög með viðmið frá 0-2 ára aldri. Af þessu má sjá að vel er staðið að stuðningi við íþrótta-, lista- og tómstundastarf í Skagafirði þar sem fjölmargir aðilar leggja sig fram um að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi á sanngjörnum kjörum.


    Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með fimm atkvæðum.
    Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðar og fulltrúar Byggðarlista Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Úlfarsson óska bókað að þau sitji hjá.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Reglur Skagafjarðar um Hvatapeninga. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
    Meirhluti félagsmála- og tómstundanefndar samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
    Fulltrúar VG og Óháðra og Byggðalistans óska bókað að þeir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með fimm atkvæðum.
    Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, ásamt fulltrúum Byggðarlista, Jóhönnu Ey Harðardóttur og Sveini Þ. Úlfarssyni, óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Reglur Skagafjarðar um afreksíþróttasjóð unmenna í Skagafirði. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Reglur Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 6 Máli frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 6. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2022 með níu atkvæðum.