Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 16

Málsnúmer 2210001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 5. fundur - 10.10.2022

Fundargerð 16. fundar byggðarráðs frá 5. október 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Málið áður á dagskrá á fundum byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. og 30. mars 2022. Þingsályktunartillaga 102. ársþings UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn UMSS til viðræðu, Gunnar Þór Gestsson formaður, Þuríður Elín Þórarinsdóttir og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skipa tvo starfsmenn sveitarfélagsins í starfshóp með fulltrúum UMSS vegna upplýsingaöflunar um stöðumat. Starfshópurinn skal skila skýrslu fyrir næstu áramót.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Málið áður á dagskrá 11. fundar byggðarráðs þann 31. ágúst 2022, þar sem lögð var fram greinargerð ásamt tillögum útgáfustjórnar Byggðasögu Skagafjarðar til stofnaðila ritverksins, dagsett 15. ágúst 2022. Undir þessum dagskrárlið sátu Bjarni Maronsson og Gunnar Rögnvaldsson fundinn og gerðu grein fyrir tillögum útgáfustjórnar Byggðasögunnar til stofnaðila ritverksins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 26. september 2022 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til allra framkvæmdastjóra sveitarfélaga varðandi ársfund sjóðsins miðvikudaginn 12. október 2022 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagður fram tölvupóstur frá skrifstofu landbúnaðar í matvælaráðuneytinu, dagsettur 3. október 2022. óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins Fljótabakki ehf. á sumarhúsi í Fljótum (Víkurlundur) F2143956 Brautarholt Mýri.
    Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði. Samkvæmt 3. málsl. 8. mgr. 10. gr. a skulu umsagnir liggja fyrir eins skjótt og verða má. Með vísan til þess er þess óskað að umsögn verði skilað eigi síðar en miðvikudaginn 12. október 2022.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við erindið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 21, "Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - Sala sumarhúss Víkurlundur F214-3956" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. september 2022 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, 10. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. október 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 183/2022, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (viðurlög og tengdir aðilar)". Umsagnarfrestur er til og með 04.11.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. september 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 175/2022, "Skýrsla verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa". Umsagnarfrestur er til og með 12.10.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. september 2022 frá UNICEF á Íslandi varðandi tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð. Bókun fundar VG og óháð óskar bókað að aðkoma ungmennaráðs mætti vera meiri í mörgum málaflokkum sveitarfélagsins. Rödd unga fólksins er sterk og sýn þeirra á málin oft önnur sem nauðsynlegt er að fá að borðinu. VG og óháð vilja því brýna okkur öll til að nýta krafta unga fólksins okkar sem oftast því það væri sannarlega til bóta.
    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttirog Álfhildur Leifsdóttir

    Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 16 Lagður fram til kynningar ársreikningur Tímatákns ehf. fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar byggðarráðs staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.