Fara í efni

Bóla L146272 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2207017

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 4. fundur - 11.08.2022

Kári Gunnarsson, Reynald Smári Gunnarsson, Gunnar Ingi Valdimarsson og Arnar Logi Valdimarsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Bólu, fyrrum Akrahreppi í Skagafirði landnúmer 146272 óska eftir með vísan til laga nr. 81/2004 með síðari breytingum og laga nr. 123/2010, heimild til að stofna fimm spildur/frístundahúsalóðir úr landi jarðarinnar. Þá er óskað eftir að lóðirnar fái heitin (staðföngin) Bóla 1, Bóla 2, Bóla 3, Bóla 4 og Bóla 6. Innan lóðarinnar Bóla 6 er óskráð mannvirki, aðrar lóðir án húsa og eða annarra mannvirkja.
Framlagður hnitsettur uppdráttur dagsettur 01.07.2022 unnin hjá FRJ ehf. kt 620601-2250 af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389 gerir grein fyrir erindinu.
Lögbýlaréttur og hlunnindi fylgja áfram jörðinni Bólu, L146272.
Staðföng útskiptra lóða vísar í heiti upprunajarðarinnar
Ofangreind umbeðin landskipti samræmast gildandi aðalskipulagi Akrahrepps og skerða ekki landbúnaðarsvæði.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.