Fara í efni

Viðverustefna Skagafjarðar

Málsnúmer 2206328

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 6. fundur - 13.07.2022

Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra, dags. 5. júlí 2022, um viðverustefnu Skagafjarðar. Markmið hennar er að styðja við og hlúa að starfsmönnum vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma, m.a. til að auka ánægju og skapa traust og heilsusamlegt vinnuumhverfi.

Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins mætti á fundinn og kynnti stefnuna.
Byggðarráð samþykkir framlagða viðverustefnu Skagafjarðar.