Fara í efni

Áskorun frá skólaráði GaV

Málsnúmer 2206248

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 3. fundur - 29.06.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. júní 2022, frá skólaráði Grunnskólans austan Vatna. Á fundi skólaráðs Grunnskólans austan Vatna 19. maí 2022 var samþykkt að senda eftirfarandi áskorun um að gera betur í að bregðast við brýnni þörf vegna þeirra aðstæðna sem komu upp í elstu álmu Grunnskólans á Hofsósi í vetur þegar þar greindist mygla. Skorað er á ráðamenn sveitarfélagsins að fylgja því fast eftir að lokið verði við þær framkvæmdir sem ráðast þarf í vegna þessa máls strax í sumar og komi húsnæðinu í ásættanlegt horf fyrir 15. ágúst, þegar næsta skólaár hefst.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bregðast við óskum um úrbætur á hljóðvist eins fljótt og auðið er. Öðrum viðhaldsaðgerðum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.