Fara í efni

Reykjarhóll 146875 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 2205157

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 435. fundur - 23.05.2022

Jón Sigmundsson og Sjöfn Guðmundsdóttir sækja um framkvæmdaleyfi til að endurnýja stofnlögn hitaveitu frá borholum í Reykjarhóli á Bökkum, Fljótum. Fyrirhuguð lögn liggur innan Reykjarhóls L146875, að gistiheimili og íbúðarhúsi.
Verkið verður unnið í samráði við Skagafjarðarveitur.
Meðfylgjandi er uppdráttur gerður í maí 2022 á Stoð ehf. af Braga Þór Haraldssyni og gerir hann grein umbeðinni framkvæmd.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.