Fara í efni

Steintún land L199118 - Umsókn um stofnun landspildu

Málsnúmer 2205069

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 433. fundur - 12.05.2022

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir hönd Skagafjarðarveitna, sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Steintún land, landnúmer 199118, á Neðribyggð, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 69.248 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Steintún 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 101503, útg. 4. maí 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og er á landbúnaðarsvæði.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Steintún land (landr. 199118) er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.