Fara í efni

Fellsborg L231851 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2205008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 433. fundur - 12.05.2022

Eggert Þór Birgisson og Þóranna Másdóttir fyrir hönd F-Borgar ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Fellsborg í Hegranesi landeignarnúmer L231851, óska eftir leyfi skipulagsyfirvalda til að skilgreina byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Uppdrátturinn er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarssyni, númer S-101, verknúmer 3086 og dagsettur 14.03.2022.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.