Fara í efni

Útvík 146005 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2204134

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 432. fundur - 27.04.2022

Árni I. Hafstað sækir f.h. Útvíkurfélagsins ehf., sem er þinglýstur eigandi Útvíkur L146005 um leyfi til að stofna jörð og fjórar minni spildur úr jörðinni Útvík L 146005 sem hér segir:

A) Sótt er um að stofna 91,55 ha landsspildu, jörð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unnum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S01 og S02 í verki nr. 71860401 dags. 22. apríl 2022. Hlaða, 114,8 m2 að stærð, byggð árið 1963 fylgir landinu. Óskað eftir að nefna útskipta landið Kúfhóla. Því skal fylgja hlutur Útvíkur, þ.e. fjórðungur, í óskiptu og sameiginlegu landi jarðanna, Víkurfjalls L231371, Útvíkur L146005, Glæsibæjar L145975 og Ögmundarstaða L146013, sbr. meðfylgjandi uppdrætti frá Stoð ehf. verkfræðistofu dags. 24.03. 2021, sem samþykktur var á fundi nefndarinnar hinn 25.03.2021.
B) Sótt er um að stofna 1.000 m2 lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem unnin er af Kristni Halli Sveinssyni hjá Loftmyndum hinn 22.04.2022 og gerir hann grein fyrir landskiptunum. Óskað eftir að nefna útskipta landið Gamla brugghúsið. Innan útskipta landsins stendur 175 m2 brugghús, byggt 1966, matshluti jarðarinnar merktur 08 0101, og 152,9 m2 brugghús/vörugeymsla, byggt 2016, matshluti jarðarinnar merktur 15 0101. Gert er ráð fyrir að lóðin verði notuð undir starfsemi með líkum hætti og verið hefur.
C) Sótt er um að stofna um 3 ha landskika úr landi jarðarinnar, austan lóðar íbúðarhúss, Útvík lóð, L201663 og framangreinds brugghúss, allt svo sem sýnt er á afstöðuuppdrætti sem er unninn af Kristni Halli Sveinssyni hjá Loftmyndum hinn 22.04. 2022 og gerir hann grein fyrir landskiptunum. Óskað eftir að nefna útskipta landið Melgryfjur. Innan útskipta landsins eru engar byggingar. Landið er ætlað sem beitiland, til sláttu og annarra nytja sem teljast til landbúnaðar (80).
D) Sótt er um stofnun tveggja landskika, Útvík lóð ? millispilda 1 og Útvík lóð ? millispilda 2, til sameiningar við Útvík lóð, L201663: Um er að ræða tvær spildur samtals um 2.455 m2 að stærð sem teknar eru úr landi Útvíkur í þessu skyni, sbr. afstöðuppdrátt sem unninn er á Loftmyndum ehf. af Kristni Halli Sveinssyni dags. 22.04.2022. Er í því skjali gerð grein fyrir landskiptunum og stærð hvorrar lóðar og svo heildarstærð. Verða þessir skikar sameinaðir framangreindri lóð. Eigandi umræddrar íbúðarhúsalóðar, Útvík lóð, L201663, Birgitte Bærendtsen hefur áritað umsóknina um samþykki sitt.

Hlunnindi vegna Sæmundarár og Miklavatns fylgja í engum framangreindum tilfellum útskiptum lóðum/lendum og tilheyra því áfram jörðinni Útvík L146005. Önnur hlunnindi tengd viðkomandi lóð/lendu skulu fylgja svo sem lög frekast leyfa. Lögbýlaréttur fylgir áfram Útvík L146005.

Öll framangreind landskipti samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.