Fara í efni

Grjótstekkur 178674 - Umsókn um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum.

Málsnúmer 2204077

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 431. fundur - 13.04.2022

Sigrún Alda Sighvats, þinglýstur eigandi sumarbústaðalandsins, Grjótstekks, landnúmer 178674 óska eftir leiðréttingu á hnitsettri ytri afmörkun landsins. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S-01 í verki 71110101, dags. 12. janúar 2022, gerir grein fyrir umræddri leiðréttingu. Afstöðuuppdráttur var unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Afmörkun á meðfylgjandi uppdrætti er unnin úr nýjum mælingum á landamerkjum eins og þeim er lýst í þinglýstum skjölum nr. 809/96, dags. 3. ágúst 1996 og nr. 504/01, dags. 25. maí 2001. Afmörkun á meðfylgjandi uppdrætti leiðréttir ósamræmi í grunnmyndum dags. júlí, 1996 og maí 2001 sem vísað er í, í þinglýstum skjölum. Óskað er eftir því að afmörkun skv. eldri grunnmyndum falli út og afmörkun á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti taki gildi og verði færð inn í landeignaskrá.
Leiðrétt afmörkun landsins markast af girðingum og miðlínu Skagafjarðarvegar (752) sem mæld var 10. janúar 2022. Við leiðréttingu þessa breytist stærð landsins úr 44.254 m² í 51.720 m².

Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda aðliggjandi landeigna um ágreiningslaus merki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.