Fara í efni

Neðri-Ás 2 146478 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2204035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 431. fundur - 13.04.2022

Christine Busch , þinglýstur eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 2 (landnr. 146478) í Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S07 í verki nr. 7591-2001, dags. 4. feb. 2022

Á uppdrættinum hefur spildan fengið heitið Neðri-Ás 2, land 6, sem er í samræmi við nöfn annarra spildna sem áður hafa verið teknar út úr jörðinni og í rökréttu framhaldi af síðustu landskiptum sem gerð voru 2015.

Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki, enda fyrirhugað að nýta landið áfram til landbúnaðar. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu, en byggingarreitur sem stofnaður hefur verið fyrir hesthús og reiðhöll er á spildunni.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi vegna Neðri-Áss 2 munu áfram fylgja landnúmerinu 146478.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.